SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Ráðleggingar varðandi þjóðhátíðina!

Eftir Stjórinn þann 28 Jul 2011 klukkan 16:55
1. Drekka samsvarandi magn af vatni til að bæta fyrir vökvatap eftir bjórdrykkju, kemur í leiðinni í veg fyrir þynnku.
2. Blanda sterka drykki.
3. Láta renna af sér/ekki drekka áfengi(vatn í staðinn)síðustu 1 klst. áður en farið er að sofa.
4. Reyna að ná 6 klst. svefni í sömu lotunni á sólarhring. Hinir 2 tímarnir mega koma í dúrum. Hótel mamma gott í þessu samhengi.
5. Hámark 6 bjórar/hálf flaska áfengis/shr. eða 12/1 alla helgina. Æskilegt hámark 3/0,25 á shr. Þá verða áhrifin farin að mestu í næsta leik. Best er auðvitað að sleppa áfengisneyslu.
6. Borða e-s konar morgunmat, helst (með) mjólkurvöru. Reyna að ná 2 öðrum máltíðum. Ekki drekka áfengi á tóman maga. Ávextir og grænmeti hjálpa, kjötsúpa sniðug. Hótel mamma aftur toppurinn.
7. Taka mikið B-vítamín um helgina, t. d. 2 sterkar/dag eða 4 venjulegar.
8. Nota Panodil við höfuðverk og Omeprazol við magaóþægindum. Fæst án lyfseðils, kaupa það áður. Ein Omeprazol 20 mg og 2 Panodil fyrir svefninn er góður leikur.
9. Klæða sig vel, svo að ekki komi kinnholusýking í kjölfarið, sstl. um hálsinn.
10. Forðast lausgyrt kvenfólk.
11. Forðast slagsmál/drykkjurúta og að gera upp gömul vandamál. Ekki renna sér í brekkum.
12. Mæta á æfingu á laugardag til að hreinsa líkamann af eiturefnum.
13. Ekki of mikið af orkudrykkjum(hámark 1/shr.), trufla góðan svefn og endurheimt.
14. Tala vel um félagið ykkur, þið getið verið stoltir af því að vera meðlimir, eina stóra Eyjaliðið, sem vann leik í vikunni fyrir Þjóðhátíð.

Stefnt að æfingu kl. 16 á laugardag, 2. flokkur velkominn þar, 18 á þriðjudag, leik á miðvikudag við 2. flokk. Skemmtið ykkur vel, en ekki of vel. Munið, að þið eruð fyrirmynd fyrir yngri systkin ykkar og félagana.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

þrír =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ