SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Var 500. mark K. F. S. í 3. deild sjálfsmark?!

Eftir Stjórinn þann 29 Jul 2011 klukkan 08:42
Markið, sem Davíð Egilsson átti þátt í gegn Hvíta Riddaranum var 500. mark K. F. S. í 3. deild, það er mark nr. 2 í leiknum. Einar tók horn, sem fór síðan í Davíð, varnarmann og inn. Viðeigandi að Davíð ætti þátt í því.
Þetta gerðist í 158. leik K. F. S. í 3. deild, 86. sigurinn, 44 hafa tapast og árangurinn er 63,1%. Það þykir með bestu prósentum, sem þjálfarar geta náð, Guðjón Þórðarson sat lengi í 63%. Mörkin eru 502 eða 3,18 í leik að meðaltali! Andstæðingarnir hafa skorað 298 mörk eða 1,88 í leik, K. F. S. vinnur að meðaltali með 1,3 marka mun. Auk þessa hefur K. F. S. leikið 16 leiki í úrslitakeppni 3. deildar.

Kjartan með 300. heimamark K. F. S. í 3. deild

Eftir Stjórinn þann 29 Jul 2011 klukkan 08:46
Heimaárangur K. F. S. er 75,0% og útiárangur 51,9%. Við lékum okkar 80. útileik gegn Hvíta Riddaranum, höfum unnið 33, tapað 30. Mörkin eru 197, svo að 200. útimarkið gæti komið gegn K. H.
Mark nr. 300 á heimavelli var mark nr. 2 gegn Hvíta riddaranum. Það gerði Kjartan Guðjónsson eftir 17 mín.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

þrír =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ