SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

K. F. S.:KFR 0:2(0:2)

Eftir Stjórinn þann 05 Aug 2011 klukkan 20:22
Mjög slök byrjun varð okkur að falli í dag. Vorum nær allan fyrri hálfleik að ná upp dampi, menn voru ólíkir sjálfum sér og léku undir getu. Ekki í 1. sinn, sem ég sé það eftir Þjóðhátíð. Þeir komust í 0:1 á 1. mín., löbbuðu nánast í gegn og skoruðu. Anton átti dauðafæri en skaut framhjá, Stefán Björn skaut yfir óskiljanlega úr dauðafæri á milli þess, sem Halldór bjargaði okkur í markinu. Smám saman löguðust hlutirnir, tekin af okkur augljós vítaspyrna, brotið á Stefáni Birni og þeir skoruðu svo á lokamínútu f.h., aftur eftir einbeitingarleysi og slæma dekkningu. Seinni hálfleikur var mun skárri, þótt Halldór yrði aftur í 2-gang að bjarga okkur, markmaðurinn varði á óskiljanlegan hátt frá Antoni úr dauðafæri, varði frá Slinger á nær o.s.frv.
Úti á vellinum gekk boltinn betur þeirra á milli, sérstaklega í f.h., en menn mega eiga að þeir börðust vel í s.h. Allt of margar einfaldar sendingar okkar fóru forgörðum og í f.h. var boltinn allt of mikið í langsendingum, sem tókust ekki.
Ég er ánægður með varamennina, en sá, sem komst skammlausast frá þessu var að mínu mati Guðmundur Geir Jónsson, þvílíkur fengur fyrir okkur í sumar. Gef ekki einkunnir hér, of vandræðalegar fyrir suma:
Halldór Páll stóð sig mjög vel í markinu; Hannes(Trausti), Davíð, gult, fyrirliði, með sinn 100. leik fyrir félagið, Guðjón(Hilmar Ragnarsson með sinn 1. leik og fína innkomu), Einar(Bjarni Rúnar með fína innkomu); Frikki(Ingó með fína innkomu), Guðmundur Geir, Birkir(Ásgeir), Anton B; Sæþór, Stefán Björn duglegur.
Þurfum að klára mótið með sæmd, aðeins árin 2008 og 2006 lélegri, ef við lögum ekki stöðuna.
Þær framfarir, sem ég hafði séð í undanförnum leikjum virðast hafa fokið á Þjóðhátíð, en þakka mönnum fyrir að gefa sig í þetta.

Trausti 2. leikjahæstur í KFS! Davíð með 100 leiki!

Eftir Stjórinn þann 05 Aug 2011 klukkan 20:41
Trausti Hjaltason, framkvæmdastjóri mfl. karla ÍBV, varð í dag 2. leikjahæsti leikmaðurinn í sögu KFS, 126 leikir í deild, Stefán Bragason er með 129 og Yngvi Borgþórsson 125. Til hamingju með þetta, Trausti, og takk fyrir alla þessa leiki! Eftirminnilegastur er auðvitað úrslitaleikurinn gegn Fjölni 2002 á 20-ugs afmælinu þínu, þegar við unnum 3. deild!
Þökkum líka dr. Davíð fyrir alla 100 deildaleikina hans!

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

tveir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ