SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Sæþór leikmaður ársins!

Eftir Stjórinn þann 09 Oct 2011 klukkan 13:53
Ánægður með lokahófið, frábær matur og búningasala gekk vel!
LEIKMAÐUR ÁRSINS var Sæþór Jóhannesson með meðaleinkun 9,15. Hjartanlegar hamingjuóskir með glæsilegt tímabil! Gauti Þorvarðarson var í 2. sæti með 9,08, Einar Kristinn Kárason í 3. sæti.
Einar sýndi einnig MESTU FRAMFARIRNAR, hækkaði um 0,47 frá í fyrra, Ingólfur Einisson um 0,40 og Birkir Hlynsson 0,27.
Sæþór var einnig MARKAKÓNGUR, með 13 mörk í 13 bikar- og deildaleikjum. Gauti var annar með 7 mörk í 12 leikjum og Kjartan Guðjónsson þriðji með 4 mörk í 6 leikjum.
PRÚÐASTUR var Hilmar Björnsson, sem jafnframt var LEIKJAHÆSTUR, með 14 leiki(af 17). Bara 10 leikmenn náðu meira en helmingi leikjanna; Elías Fannar Stefnisson, Guðjón Ólafsson, Einar, Ingólfur, Birkir, Hilmar, Anton Rafn Jónasson, Gauti, Sæþór og Ásgeir Ingimarsson. Fimm leikmenn léku 8 leiki: Hannes, V. Smári, Davíð, Andri og Guðmundur Geir.
EFNILEGASTUR var Elías Fannar.
BESTI NÝI LEIKMAÐURINN var Gauti.
Davíð fór yfir 100 leikja markið í deild með KFS í sumar, Trausti Hjaltason komst í 2. sætið yfir flesta leiki leikna í deild, er einum leik á eftir Stebba Braga. núna. Yngvi Bor. er rétt á eftir þeim.
Helsta afrek okkar í sumar var að komast í 32 liða úrslit Valitor Bikarkeppninnar, með sigrum á Álftanesi úti og 2. deildarliði Árborgar heima, okkar 1. sigur á þeim lengi.
Við höfðum líka úrslitaáhrif á að K. V. færi upp í 2. deild, tókum réttinn af Létti í síðasta leik, færðist þar með á K. V.!
Takk fyrir athyglisvert tímabil; 44 leikmenn, vonandi færri næst og fleiri með meira en helming leikja. Sérstakar þakkir til formannsins okkar, Óðins Steinssonar, sem hefur unnið frábært launalaust starf fyrir okkur lengi. Lokahófið skipulagt af honum og var glæsilegt. Takk fyrir myndasýninguna Sæþór!

Sæþór leikmaður ársins!

Eftir Magni þann 11 Oct 2011 klukkan 21:46
Til hamingju með þetta Sæsi ! flottur leikmaður

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

þrír =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ