SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Tímar í sporthúsinu

Eftir Himmi þann 10 Nov 2011 klukkan 21:37
Vorum mættir tólf á æfingu í dag í sporthúsinu 18.10 eins og á síðustu ári. Þegar við mætum á æfingu segir Kiddi í sporthúsinu okkur að KFS væru hættir með fimmtudags tímann og ætli bara að vera með mánudagstímann 19.50. Við höfum aldrei mætt færri en 10 á æfingu og mest verið 20 á þessum æfingum síðustu tvo og hálfan mánuðinni. Okkur finnst frekar lélegt að láta okkur ekki vita að KFS væru hættir með þennan tíma....Þeir sem voru að mæta voru meira en til í að borga fyrir þetta en voru aldrei rukkaðir
Er nú bara að spá eins og allir hinir er KFS kominn með annan æfingatíma hérna í bænum? erum við að fara að æfa með öðru liði? eða á þessi 50 mínutna tími að nægja?

Tímar í Sporthúsinu, skrá sig hér ef menn vilja 2/viku

Eftir Stjórinn þann 12 Nov 2011 klukkan 15:10
Ánægjulegt vandamál. Langt síðan, þ.á.m. þú fenguð að vita þetta. Þegar að var spurt, var ekki áhugi fyrir 2 tímum. Því ákveðið að gera eins og í fyrra, byrja með 2 eftir áramót. Get spurt Kidda, hvort hann vill bæta þessum tíma við, vil þá sjá 10 undirskriftir hér að menn borgi félagsgjöld í framhaldinu.

Tímar í sporthúsinu

Eftir Himmi þann 12 Nov 2011 klukkan 23:31
Þegar ég talaði við þig spurðiru mig um þessar æfingar og ég sagði að það hefðu aldrei mætt færri en 12 og það væri mikill áhugi. Væri fínt að fá þennan tíma aftur... en efast um að það sé hægt þar sem Kiddi sagði að það væru allir tímar á virkum dögum uppteknir og BÍ komnir með okkar tíma... Fæ strákana sem hafa verið að mæta til að skrá sig hér

Tímar í sporthúsinu

Eftir Elvar Aron þann 13 Nov 2011 klukkan 00:00
Meira en til í að borga þessi æfingagjöld, en við erum væntanlega búnir að missa betri æfingatímann okkar

Tímar í sporthúsinu

Eftir Hafþór Jónsson þann 13 Nov 2011 klukkan 00:10
ég er alveg til í að borga æfingagjöldin til að halda tímunum

Tímar í sporthúsinu

Eftir Sigurður Georg Óskarsson þann 13 Nov 2011 klukkan 00:25
ég er til í að borga æfingargjöld til að halda tímum

Tímar í sporthúsinu

Eftir Hjálmar Ragnar þann 13 Nov 2011 klukkan 23:45
Ég er til í að vera með, og borga þar með æfingargjöld og mikið væri ég sáttur með að skipta um tíma, kemst aðeins annan hvern fimmtudag. Win/win fyrir mig! taka snemma á miðvikudegi, t.d. klukkan 18 og þá nær maður meistaradeildinni og allt!

Tímar í sporthúsinu

Eftir anton þann 14 Nov 2011 klukkan 10:16
já endilega koma með tvo æfingatíma aftur á.. margir sem eru til í að borga æfingargjöldin til að fá seinni tímann.. svo margir nýjir að mæta reglulega.. gæti líka verið sniðugt eins og himmi kom með að sameinast við eitthvað annað lið og þá kannski hafa einn tíma inní kór, fífunni, leigja svona hálfan völl þ.e.a.s. ef það fæst engin tími inni sporthúsi, og það sé ekki of dýrt..

Tímar í sporthúsinu

Eftir Ingólfur þann 14 Nov 2011 klukkan 14:29
ég er til í þetta hafa allavega 2 i viku í bænum.. Væri fint að fara æfa þessvegna með öðru liði. En ég flyt samt til eyja um áramótin og fer að æfa með KFS í eyjum þá.

Tímar í sporthúsinu

Eftir Franz þann 14 Nov 2011 klukkan 15:46
Ég er til í að bæta við æfingum, og æfa aukalega með öðrum liðum.

Tímar í Sporthúsinu, svar, hvað finnst ykkur?

Eftir Stjórinn þann 14 Nov 2011 klukkan 16:44
Núna er tíminn seldur

En ég á laust á föstudögum

Hentar það ?

Kiddi Sporthúsinu




Tímar í sporthúsinu

Eftir Elvar Aron þann 14 Nov 2011 klukkan 17:21
Hvaða tímasetning er á því?

Tímar í sporthúsinu

Eftir Kristgeir þann 14 Nov 2011 klukkan 17:28
ég er til í að hafa 2 æfingar í viku, og skoða hvaða tímasetning er þarna á föstudögum, svo hvíslaði lítill fugl að mér að það væru fleirri að æfa í bænum heldur en í eyjum, þannig að 1 æfing er ekki nó

Tímar í sporthúsinu

Eftir Himmi þann 14 Nov 2011 klukkan 18:14
Það fara alltaf 1/3 eða helmingur til eyja á föstudögum og því yrði það líklegast ekki góður dagur sama klukkan hvað þessi föstudags tími væri...
Held það taki því varla að spá í þessu núna fyrir áramót, þetta eru bara 3-5 fimmtudag tímar sem við myndum ná og svo förum við flestir til eyja... Best að spá í því núna hvernig á að hafa þetta eftir áramót. Það væri gott að halda þessari mánudags æfingu og jafnvel aðra sporthús æfingu á þri-mið-fim ef það er laus. Svo eru við nokkuð margir sem værum til í að fara í samstarf við annað lið og æfa jafnvel 2-4 í viku.

Tímar í Sporthúsinu

Eftir Stjórinn þann 14 Nov 2011 klukkan 18:39
Búið að ganga frá 2 eftir áramót, sá seinni á fid. eins og var á þessu ári eftir áramót.

Tímar í sporthúsinu

Eftir Franz þann 14 Nov 2011 klukkan 21:55
Ég er til í að bæta við æfingum, og æfa aukalega með öðrum liðum.

Tímar í sporthúsinu og fyrirkomulag á sumrin

Eftir Tanni þann 15 Nov 2011 klukkan 11:21
Sælir

Ég var á báðum áttum með að kommenta á þetta, þar sem að ég hef ekkert verið virkur með klúbbnum undanfarin misseri, og t.a.m. ekkert spilað sl. ár. En þar sem að þessi umræða tengist beint ástæðu þess að ég ,,hætti" ákvað ég að tjá mig aðeins.

Það verður bara að segjast eins og er, að það er erfitt að vera virkur þátttakandi með KFS, búi maður hér í Reykjavík. Yfir veturinn eru einar til tvær æfingar í viku-engar yfir sumartímann. Það er ekki hægt að ætlast til þess að slíkt sé vænlegt til árangurs, en það hefur verið stefna KFS undanfarin ár að fara upp um deild. Til þess að það geti orðið, þá verða allir leikmenn að geta æft, ekki bara þeir sem að búa í Vestmannaeyjum. Það er auk þess erfitt að upplifa sig sem part af hópi, ef að lítið sem ekkert virkt starf er í gangi, en þá er ég enn og aftur að tala um gagnvart leikmönnum sem búsettir eru í Rvk.

Ég veit, eins og allir aðrir, að Hjalti er vægast sagt öflugur, og án hans væri KFS löngum liðið undir lok. Gagnrýni mín beinist því ekki að því sem að hann hefur verið að gera, sem er heilmargt, heldur það sem að betur mætti fara. Ég vona að menn skilji þessa ,,ræpu" mína, sem ég skrifa hér í flýti, í þeirri von að menn taki þennan vinkil til nánari athugunar.

Tímar í sporthúsinu

Eftir Trausti þann 15 Nov 2011 klukkan 13:41
Væri ekki ráð að leikmenn í Reykjavík stofnuði eins konar leikmannaráð til að sjá um málin í Reykjavík og vera tengiliður félagsins til Eyja og til leikmanna þar í borg. Leikmannaráð gæti komið með nýjar hugmyndir og ýtt þeim í framkvæmd. T.d. hóað mönnum saman í móralskan hitting, séð um æfingarnar í Reykjavík og þess háttar.

Tímar í sporthúsinu

Eftir Elvar Aron þann 15 Nov 2011 klukkan 15:20
Ég veit ekki betur en að Hilmar hafi verið í sambandi við Hjalta og sagt honum að það væru um 15 manns að mæta á æfingar, og aldrei færri en 12 sem eru búnir að mæta það sem af er af þessum vetri, svo er tímanum skyndilega sagt upp því enginn er að mæta? Óskiljanlegt, þú Trausti er skráður inn á Facebook síðu KFS og minnsta mál að sjá hverjir eru að mæta á æfingu og skrá þannig niður hverjir þurfa að borga æfingagjöld. Enn og aftur staðfesti ég það að ég er til í að borga þessi æfingagjöld, með glöðu geði.

Tímar í sporthúsinu

Eftir Elvar Aron þann 15 Nov 2011 klukkan 15:23
En góð hugmynd samt með eikmannaráðið, gleymdi að taka það fram!

Tímar í Sporthúsinu.

Eftir Stjórinn þann 15 Nov 2011 klukkan 16:49
Tímanum var sagt upp löngu áður en þið hættuð að mæta á fimmtudögum. Þurfti að ákveðast snemma og þá var ekki áhuginn kominn í ljós. Verið reynt áður með 2 æfingar fyrir áramót og var fyrir okkur peningaeyðsla. Áhuginn í vetur óvæntur. Verð á æfingu er ca. 9.000 kr. félagsgjöldin eru 340 kr./viku, minnst 10 vikur í einu.
Leikmannaráð var komið sem hugmynd, Hilmar er n.k. fulltrúi í Reykjavík, auðvitað geta fleiri tekið þátt í því. Bjóðið ykkur fram hér! Ein af ástæðunum fyrir ekki þátttöku í Futsal var að leikmenn fengu að ráða því.
Minni á að félagið er í stórskuld og hugmyndir voru settar fram á síðunni og fengu engar undirtektir. Sjá 8/11 sl.:
Sæll Hjalti,



Íslenskar getraunir ætla að hleypa af stað átaki í að safna áskrifendum í Getraunum. Fyrirmyndin er áskriftasöfnun hjá Lottóinu en þar hefur gengið afar vel að safna áskrifendum og ljóst að miklir möguleikar eru fyrir hendi hjá félögunum í söfnun áskrifta.



Getraunir munu láta útbúa lítinn bækling fyrir hvert sölufélag þar sem fram koma allar upplýsingar svo sem skráningarform, hversu margar raðir áskrifandi vill kaupa og hvernig þær raðast. Áskrifandinn heldur svo alltaf inni sömu röðum. Sölumenn setja raðirnar frá bæklingnum einu sinni inn í sölukerfið og merkja við áskrift. Eftir það endurnýjast áskriftin sjálfkrafa og er tekin af kreditkorti viðkomandi. Félagið fær 26% áheit og sölulaun af sölunni í hverri viku. Hér er möguleiki fyrir t.d. flokka sem eru í fjáröflun að fara af stað og selja áskriftir, hægt er að fara á leiki viðkomandi félags eða ganga í hús, herrakvöld, konukvöld osfrv. Vinninsupphæðin fyrir 13 rétta er venjulega um 90 milljónir sem skemmir ekki fyrir.



Selji félag þitt 50 áskriftir á til dæmis 300 kr. hverja er salan upp á 15.000 kr. á viku eða 780.000 krónur á ári sem gefa félaginu 202.800 krónur í áheit og sölulaun. Við erum ekki að tala um háar upphæðir í hvert sinn.



Átakið mun standa í nóvember og desember og Getraunir munu svo verðlauna sölumenn þeirra félaga sem standa sig best í áskriftasöfnuninni á þeim tíma með fótboltaferð til Englands.



Ég mun hafa samband síðar í vikunni og fara betur yfir málið





Með bestu kveðjum / Best regards,



Pétur Hrafn Sigurðsson

sölustjóri

[email protected]

Nánari útlistun á einfaldri fjáröflun!

Eftir Stjórinn þann 16 Nov 2011 klukkan 14:50
Sjá að neðan. Látið mig hafa lista yfir nöfn áskrifenda og kreditkortanúmer með gildistíma. Kem þessu áleiðis og skila vinningum til baka til þeirra. Hver röð kostar 17 krónur. Ef menn vilja t.d. spila fyrir 500 kr. á viku þýðir það 30 raðir(510 kr.) o.s.frv. Tíu raðir eru 170 kr./viku. Hvaða upphæð sem er leyfileg, 17 verða að ganga upp í hana.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fimm =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ