Spjallið
Svara
Til baka...
Frá formanninum um skýli!
Eftir Stjórinn þann 28 Nov 2011 klukkan 16:42
Sælir drengir.
Sú umræða hefur nú komið upp sl. tvö ár á milli KFS og ÍBV, óformlega þó, hvort ekki þurfi að koma upp varamannaskýlum við Týs- og Þórsvöll. Eins og þið vitið þá er ekki ætlast til að KFS keppi á Helgafellsvelli og er það til komið eftir að gámarnir voru fjarlægðir þaðan. Hafði KSÍ þó áður sett út á þá aðstöðu þar og m.a. að ekki væri aðstaða fyrir dómara fyrir leik og í leikhléi. Leikmenn gátu þó komist í skjól í gámunum þegar þeirra naut við og þar eru einnig varamannaskýli. Nú höfum við sl. tvö sumur keppt meira og minna og á Týs- og Þórsvelli. Þaðan er stutt í aðstöðu fyrir leikmenn og dómara fyrir leik og í leikhléi. Aftur á móti eru þar enginn varamannaskýli og hafa leikmenn og forráðamenn liða þurft að sitja í grasinu við misjafnar aðstæður.
Er eitthvað verið að skoða með kaup eða smíði á varamannaskýlum fyrir þessa velli? Maður hefur nú komið á ýmsa velli og séð alls konar útgáfur af skýlum og algeng eru þau sem hægt er að flytja á milli valla. Að mati okkar í KFS er algjörlega nauðsynlegt að koma þessu í lag fyrir næsta tímabil. Við erum ekki þeir einu sem spila á þessum völlum, þessir vellir eru meira og minna í notkun yfir sumarið.
Helst myndum við vilja spila okkar leiki á Helgafellsvelli því þar æfum við, æfum aldrei á Týs- eða Þórsvelli. Þar þarf þá að fara í einhverjar framkvæmdir með aðstöðu. Skilst þó að þar séu tengingar bæði fyrir rafmagn og vatn. Minnir að ÍBV hafi einhvern tíma skoðað með kaup á gámi frá Íslenska gámafélaginu til að staðsetja við Helgafellsvöll, því þegar Shellmót er í gangi er t.d. rekinn þar sjoppa í gámi.
Það hefur komið fram í umræðu um stúkumálið að bærinn sé eigandi allra knattspyrnuvalla og því eðlilegt að hann eigi þau mannvirki sem við þá séu. Því er spurningin hvort bærinn sé tilbúinn að koma að þessu máli á einhvern máta. Er ekki vinna við fjárhagsáætlun næsta árs í gangi nú?
Heyri frá ykkur.
Kveðja,
Óðinn Steinson
Formaður KFS
Sú umræða hefur nú komið upp sl. tvö ár á milli KFS og ÍBV, óformlega þó, hvort ekki þurfi að koma upp varamannaskýlum við Týs- og Þórsvöll. Eins og þið vitið þá er ekki ætlast til að KFS keppi á Helgafellsvelli og er það til komið eftir að gámarnir voru fjarlægðir þaðan. Hafði KSÍ þó áður sett út á þá aðstöðu þar og m.a. að ekki væri aðstaða fyrir dómara fyrir leik og í leikhléi. Leikmenn gátu þó komist í skjól í gámunum þegar þeirra naut við og þar eru einnig varamannaskýli. Nú höfum við sl. tvö sumur keppt meira og minna og á Týs- og Þórsvelli. Þaðan er stutt í aðstöðu fyrir leikmenn og dómara fyrir leik og í leikhléi. Aftur á móti eru þar enginn varamannaskýli og hafa leikmenn og forráðamenn liða þurft að sitja í grasinu við misjafnar aðstæður.
Er eitthvað verið að skoða með kaup eða smíði á varamannaskýlum fyrir þessa velli? Maður hefur nú komið á ýmsa velli og séð alls konar útgáfur af skýlum og algeng eru þau sem hægt er að flytja á milli valla. Að mati okkar í KFS er algjörlega nauðsynlegt að koma þessu í lag fyrir næsta tímabil. Við erum ekki þeir einu sem spila á þessum völlum, þessir vellir eru meira og minna í notkun yfir sumarið.
Helst myndum við vilja spila okkar leiki á Helgafellsvelli því þar æfum við, æfum aldrei á Týs- eða Þórsvelli. Þar þarf þá að fara í einhverjar framkvæmdir með aðstöðu. Skilst þó að þar séu tengingar bæði fyrir rafmagn og vatn. Minnir að ÍBV hafi einhvern tíma skoðað með kaup á gámi frá Íslenska gámafélaginu til að staðsetja við Helgafellsvöll, því þegar Shellmót er í gangi er t.d. rekinn þar sjoppa í gámi.
Það hefur komið fram í umræðu um stúkumálið að bærinn sé eigandi allra knattspyrnuvalla og því eðlilegt að hann eigi þau mannvirki sem við þá séu. Því er spurningin hvort bærinn sé tilbúinn að koma að þessu máli á einhvern máta. Er ekki vinna við fjárhagsáætlun næsta árs í gangi nú?
Heyri frá ykkur.
Kveðja,
Óðinn Steinson
Formaður KFS
Frá Elliða um skýli!
Eftir Stjórinn þann 28 Nov 2011 klukkan 16:43
Sæll
Hásteinsvöllur er keppnisvöllur okkar. Við munum áfram leggja höfuð áherslu á aðstöðu þar. 10 til 15 milljóna framlag okkar til aukinnar aðstöðu þar er til marks um vilja okkar til að standa mynalega að verki. Ef aðstaða er ekki næg á öðrum völlum fyrir leiki meistaraflokka þá verður að kanna hvort hægt er að spila meira á Hásteinsvelli og fækka þá æfingum á móti – ef ekki vill betur til.
EV
Hásteinsvöllur er keppnisvöllur okkar. Við munum áfram leggja höfuð áherslu á aðstöðu þar. 10 til 15 milljóna framlag okkar til aukinnar aðstöðu þar er til marks um vilja okkar til að standa mynalega að verki. Ef aðstaða er ekki næg á öðrum völlum fyrir leiki meistaraflokka þá verður að kanna hvort hægt er að spila meira á Hásteinsvelli og fækka þá æfingum á móti – ef ekki vill betur til.
EV
Til baka...