SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Fleiri met í hættu!

Eftir Stjórinn þann 16 Aug 2009 klukkan 00:57
Skulum njóta hins frábæra árangurs okkar, meðan við getum! Við fórum úr lélegasta árangri KFS í sögu félagsins í fyrra yfir í 1. sæti í riðlinum, í 1. sinn! Það hefur ekki gerst áður í 3. deild. Þetta staðfestist í dag. Ekki mörg lið, sem fara úr 43,3% árangri eitt árið yfir í 82,1% næsta árið(76,7, ef síðasti leikur tapast, 80% ef jafntefli og 83,3 ef við vinnum). Besti árangur áður er 79,2% árin 2000 og 2001.
Bara við og Völsungur hafa ekki tapað leik í deildinni í ár í mfl. karla.
Fæst mörk á okkur áður eru 13 í 12 leikjum 2001, megum því fá 6 á okkur í síðasta leik til að slá það.
Gerðum 47 mörk í 12 leikjum árið 2000. Það þýðir að til að bæta það, þarf 59 mörk, höfum nú gert 52. Vafasamt, að við bætum það.
Yngvi Borgþórsson er með flesta leiki hjá okkur, eða 125. Stebbi Braga. er kominn í 121 og Trausti Hjaltason 113. Lokaleikur+undanúrslit er það, sem Stebbi þarf, eða 5 leiki til viðbótar, þarf þá að passa sig á meiðslum og spjöldum.
Hámarksbjartsýnin mín; efsta markmið fyrir deildina, var 2 stig/leik, eða 30 í 15 leikjum. Höfum nú þegar 32 í 14. Erum komnir með markmið, sem ég hefði ekki látið mig dreyma um einu sinni, að fara taplaust gegnum sjálfa deildakeppnina, óháð úrslitakeppninni.
Ég segi því enn, þetta er ótrúlegur hópur, misst lykilmenn fyrir tímabilið, á tímabilinu og enn í dag(Stefán Björn svo til farinn til USA). Samt hafa úrslitin batnað með hverri umferðinni, 9 stig í fyrstu 5 leikjunum(12:4), síðan 13(18:2), loks 10(22:3) í síðustu 4 leikjum.
Stefnt að æfingaleik við ÍBV á mánudag eða þriðjudag til að ná okkur niður á jörðina fyrir úrslitakeppnina, andstæðingarnir þar verða væntanlega sterkari en fram að þessu, en ÍBV sterkari en liðin í 8-liða úrslitunum, reyndar verður eitthvað reynt að líkja eftir andstæðingunum í 8-liða úrslitum! Smjörþefinn af 8-liða úrslitum fengum við í dag gegn Álftanesi, það er jú líka þar.

Fleiri met í hættu!

Eftir Spýtan þann 16 Aug 2009 klukkan 16:11
Mættur á Eyjuna grænu, hvenær er næsta æfing?

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fimm =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ