SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

ÍBV:K. F. S. 4:1(1:0)

Eftir Stjórinn þann 17 Aug 2009 klukkan 20:31
Frábært að fá þennan leik, reyndar mættu bara 13 af þeim 16, sem áttu að mæta. Kolli, Gísli og Davíð komust ekki og í Reykjavík sátu Andri og Stebbi Braga., Einar Gísla. á Selfossi. Munar um minna(okkar besta mann í sumar og 4 fastamenn), þegar spilað er við úrvalsdeildarlið með 20 leikmenn, en ÍBV notaði alla sína leikmenn. Þar að auki höfðu mínir menn spilað úrslitaleik í riðlinum 2 dögum áður. Það var því merkilegt að sjá okkur endast í 83 mín. Fyrri hálfleikurinn var í færum séð jafn, við áttum 4 góð færi, fórum illa að ráði okkar, en Egill, okkar félagi í vor, kom þeim yfir.
Adólf jafnaði svo eftir flott horn Einars í seinni hálfleik með skalla. Smám saman tók ÍBV yfirhöndina og síð. 7 mín. gerðu þeir 3 mörk, enda menn orðnir örþreyttir hjá okkur.
Liðið kom mér skemmtilega á óvart einu sinni enn, nýr markmaður stóð sig mjög vel og 2. flokkspeyjarnir styrkja hópinn. Vonum, að ÍBV hafi grætt á þessu líka.
Hannes; Hilmar frábær, Sindri líka, Kjartan í vandræðum framan af, en aðlagaðist, Adólf frábær; Trausti fyrirliði fann sig ekki(Víði hef ég talað við, mikið efni), Tanni flottur á miðjunni(Hjalli er líklega bestur framarlega á miðjunni, duglegur), Ívar og Doddi báðir flottir, héldu boltanum mjög vel, Einar Kristinn heldur áfram að bæta sig og sannaði það vel hér: Sæþór gríðarlega öflugur og olli ÍBV miklum vandræðum.
Takk fyrir peyjar, mun bjartsýnni eftir þennan leik, fyrst við gátum staðið þreyttir eftir leik, í óþreyttu ÍBV-liði í 83 mín. gætum við farið alla leið í 3. deild, tala nú ekki um, ef allir ofannefndir gæfu kost á ser(þeir 6, sem vantaði). Eyþór(spilaði á móti okkur), fyrrum Ýmismaður, líkti okkur við Ými getulega, það gladdi mig, hann líkir örugglega ekki mörgum 3. deildarliðum við Ými, nýkominn þaðan. Man ekki eftir að við höfum enst í úrvalsdeildarliði í 83 mín. áður, reyndar skoraði Fylkir 2:2 gegn okkur á 84. mín. hérna um árið í Bikarnum og við fengum víti á 100. mín. eftir 2:3. Það var nú líka frægasti leikurinn í sögu félagsins.
Vorum farnir að halda að við værum í einhverjum pappakassariðli eftir ótrúleg úrslit sumarsins, vonandi erum við bara svona góðir! Það á eftir að koma í ljós. Þarna fengu menn að upplifa alvörulið og ættu því ekki að vera sjokkeraðir í 8 liða úrslitum, eins og við vorum svolítið í okkar fyrsta 8-liða úrslitaleik árið 2000.

ÍBV:K. F. S. 4:1(1:0)

Eftir Himmi þann 18 Aug 2009 klukkan 07:24
Er að fara upp á land núna, veit ekki hvenær ég kem til baka og hvort ég nái leiknum á föstudaginn.

ÍBV:K. F. S. 4:1(1:0)

Eftir Stjórinn þann 18 Aug 2009 klukkan 08:01
Kæri Himmi! Vonum innilega, að þetta blessist allt með pabba þinn. Hugur okkar er hjá þér. Þú stóðst þig frábærlega í gær og hefur þetta bara nákvæmnlega eins og þú vilt. Reyndu að skokka og ég ætlast til að menn hafi æfingu á fimmtudag í borginni, mönnum fer að fjölga þar.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

þrír =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ