SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

K. F. S.:KFR 2:0(0:0)

Eftir Stjórinn þann 21 Aug 2009 klukkan 18:56
Sæþór og Einar Kristinn skoruðu. Meira á eftir.

K. F. S.:KFR 2:0(0:0)

Eftir Stjórinn þann 21 Aug 2009 klukkan 20:03
Mjög ánægður með þennan leik, Sindri skoraði fullkomnlega löglegt mark í fyrri hálfleik, en aðstoðardómarinn var ekki nógu vel staðsettur. og leikurinn látinn halda áfram. Sæþór átti dauðafæri og Davíð líka, reyndar skaut KFR í slána, Vésteinn held ég. Við vorum að prófa nýja miðjumenn og nýjan markmann fyrir úrslitakeppnina, til öryggis og því von, að fyrri hálfleikur yrðir ryðgaður. Sá seinni var talsvert betri, höfðum mikla yfirburði þá, óðum í færum, sérstaklega átti Trausti dauðafæri, en Sæþór eftir gott innlegg Ívars og Einar Kristinn skoruðu með 2 mín. millibili eftir ca. kortér í seinni hálfleiknum.
Kalla þetta bara gott, nýir menn í næyjum stöðum að standa sig nokkuð vel, menn að halda haus, þótt bara væri verið að klára unnin riðil. Reyndar settum við fleiri met, töpuðum ekki leik í deildinni í 1. sinn, fengum bara 9 mörk á okkur í 15 leikjum(lægsta hlutfallið á Íslandi í ár), héldum hreinu í 8 leikjum af 15, lékum 16. deildaleikinn í röð án sigurs og höfum besta markamuninn í öllum deildunum, nema K. V. vinni stórt í kvöld. Einnig eina taplausa liðið í sumar fyrir utan Völsung, sem á 1 leik eftir. Allt ný félagsmet, besta deildaliðið fram að þessu!
Frábært peyjar, þið getið borið höfuðið mjög hátt.
Hannes 10; Hilmar 10, Adólf 10(Jónatan 10), Davíð 9(Kjartan 10), Andri 9; Trausti 9(Einar G 9), Stebbi 9, Sindri 9, Ívar 9, Einar Kristinn 10(Víðir 10); Sæþór 10(Hjalti).
Þá er undirbúningnum fyrir úrslitakeppnina lokið, mjög ánægður með hann og bjartsýnn. Ræðst á morgun, hverjir andstæðingarnir verða.
Næsta æfing á mánudag kl. 18.30 á Helgafellsvelli og í Reykjavík kl. 20, margir að fara þangað þessa dagana.
Takið frá næsta laugardag peyjar, Reykjavíkurferð þá og næsta þriðjudag(1/9) eftir hádegi.
Takk fyrir góðan leik og frábæra riðlakeppni peyjar, en nú byrjar ,,nýtt" mót.

K. F. S.:KFR 2:0(0:0)

Eftir Liðsstjórinn þann 21 Aug 2009 klukkan 21:30
ég mæti á mánud. Hverjir eru þessir 2 sem voru prufaðir á miðjuni?

K. F. S.:KFR 2:0(0:0)

Eftir Leiðrétting þann 22 Aug 2009 klukkan 01:22
Svona er þetta rétt: ,,Kalla þetta bara gott, nýir menn í nýjum stöðum að standa sig nokkuð vel, menn að halda haus, þótt bara væri verið að klára unnin riðil. Reyndar settum við fleiri met, töpuðum ekki leik í deildinni í 1. sinn, fengum bara 9 mörk á okkur í 15 leikjum(lægsta hlutfallið á Íslandi í ár), héldum hreinu í 8 leikjum af 15, lékum 16. deildaleikinn í röð án TAPS og höfum besta markamuninn í öllum deildunum MEÐ K. V(+45 MÖRK). Einnig eina taplausa liðið í sumar fyrir utan Völsung, sem á 1 leik eftir. Allt ný félagsmet, besta deildaliðið fram að þessu!
Vil nota tækifærið og þakka Júlíusi G. Ingasyni og aðstoðardómurum hans fyrir að bjarga þessum leikdegi, þetta var eina leiðin til að fá leikinn kl. 16 og bjarga KFR-mönnum frá yfirvinnugreiðslum til handa flugvallarstarfsmönnum, en einnig til að menn fengju langa helgi, svona einu sinni, í báðum liðum, reyndar er KFR komið í vetrarfrí. Þakka Lárusi í KFR fyrir góð samskipti fyrir leikinn, það var hin ástæðan fyrir að þessi leikur fór fram í dag tímanlega. Jóhanni hjá KFR til huggunar þá er leikmaðurinn, sem hann steig ofan á óbrotinn á fingrinum, sem er stokkbólginn. Við, sem sáum fingurinn eftir leikinn erum ekki hissa, að maðurinn hafi borið sig illa. Hann fór til vaktlæknis strax eftir leik. Spurningu um rifbrot á leikmanni okkar, sem varð undir í ,,öxl í öxl"(að sögn hins aðilans) ætti að vera hægt að svara á morgun(í dag). Vonum allir, að sá leikmaður missi ekki af úrslitakeppninni fyrir vikið, hann skoraði sitt 2. mark í dag á stuttum tíma.

K. F. S.:KFR 2:0(0:0)

Eftir Fleiri met þann 22 Aug 2009 klukkan 08:22
K. F. S. náði fleiri félagsmetum í gær. Liðið náði 83,3% árangri í deildinni, gamla metið var frá 2000 og 2001 eða 79,2%. Liðið 2000 hefur enn skorað flest mörk eða 47 í 12 leikjum. Mesti markamunur var tekinn af því í gær, 45 mörk í 15 leikjum(3 mörk/leik) vs. 32 í 12(2,67/leik).
Loks ber að geta þess, að Sæþór Jóhannesson er markakóngur riðilsins með 10 mörk í 14 leikjum, Anton næstmarkahæstur með 7 mörk í 10 leikjum, Ívar 6, Sindri 4, Davíð og Egill 3. Alls skoruðu 19 manns, nýtt félagsmet líka, efa að mörg félög hafi leikið það eftir.
Stefán Bragason er bara 3 leikjum núna frá leikjameti Yngva Borgþórs., leikið 122 leiki, Yngvi 125, Trausti Hjaltason 114.
Sjálfan vantar mig bara 3-4 ár að verða elsti leikmaður, sem hefur leikið í deildakeppni mfl. Bíð spenntur eftir því!

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

þrír =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ