SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Steingrímur kvaddur!

Eftir Stjórinn! þann 12 Mar 2012 klukkan 23:16
Jóhannesbræður hafa leyft okkur KFS-mönnum að njóta krafta sinna, fyrst Lúðvík og Hjalti, þá Steingrímur og Sæþór. M.a.s. Hlynur sást í æfingaleikjum. Nú er einn þeirra horfinn og missir hinna mikill. Steingrímur lék með okkur 8 leiki í 3. deild árið 2007 og gerði í þeim 8 mörk. Áður hafði hann leikið með okkur einn leik í 2. deild 2004 og lauk svo keppni með einum leik 2008. Steingrímur var mjög lunkinn í að fara fram fyrir markmanninn í fyrirgjöfum og var líka þekktur fyrir að atast í markmönnum með miklum spretti á móti þeim. Þannig komu ófá mörk. Ég var með Steingrími í hans eina landsleik í Stuttgart gegn Suður-Afríku. Ég vissi á leiðinni út í flugvélinni að hann myndi ekki byrja eða spila annan landsleik. Hann hafði verið að gantast í þjálfaranum, sem tekur sjálfan sig mjög alvarlega og ég vissi, að Steingrímur væri ekki að safna prikum. Hann gerði hins vegar aldrei mannamun og þarna hefndi það sín. Hann byrjaði ekki og var ekki valinn aftur. Samt breytti hann leiknum, kom inn á og átti heiðurinn af jöfnunarmarkinu með einum af sínum frægu ,,árásum" á markmanninn.
Það er erfitt að sjá á eftir Steingrími, pabbi hans var ekki gamall, þegar hann fór, og Geirrún á örugglega erfitt núna. Ég óska þessari frábæru fjölskyldu alls hins besta, ég veit að samstaðan mun fleyta henni áfram. Konu Steingríms og dætrum votta ég líka innilega samúð okkar KFS-manna. Við þökkum kærlega fyrir framlag Steingríms til KFS, megi Guð vera með ykkur öllum.
Við KFS-menn höfðum okkar minningarstund á Selfossi eftir leik á laugardag og minntumst Steingríms saman.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

tveir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ