SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Agareglurnar 19/7 rifjaðar upp vegna félagsgjalda.

Eftir Stjórinn þann 24 Aug 2009 klukkan 00:15
Ýmsir fengu send SMS í dag vegna félagsgjalda og aðrir nýlega. Því eru rifjaðar upp agareglurnar, sem menn samþykktu formlega 19/7 sl.:

1. Leikmenn mæta á réttum tíma á æfingar og hlaupa 5 aukahringi, ef þeir eru of seinir. Komist þeir ekki, láta þeir vita á heimasíðunni eða tala við þjálfarann fyrirfram.
2. Menn tala ekki illa um samherja eða þjálfara, en mega grínast að vissu marki.
3. Verði mönnum á/komi upp deila, á æfingum, takast þeir í hendur, eða skilja sáttir.
4. Daginn fyrir leik eru ekki stundaðar harðar tæklingar. Allir, sem eru líklegir leikmenn, mæta, nema vinna hindri þá.
5. Menn detta ekki í það viku fyrir leik og smakka ekki áfengi daginn fyrir leik.
6. Menn mæta á réttum tíma í leiki/ferðalög, nema vinni hindri þá, eða flug hingað.
7. Menn sitja jákvæðir á varamannabekknum og hvetja félaga sína. Óánægju með val má ræða lauslega við þjálfarann, en ítarlega daginn eftir.
8. Menn, sem teknir eru út af heilsa varamanni sínum eða snerta hann til marks um viðurkenningu á hans framlagi.
9. Menn sparka ekki í hluti við útafskiptingar.
10. Menn henda aldrei búningi félagsins í jörðina í reiðikasti. Þjálfarinn ákveður refsingu við því.
11. Menn sitja á varamannaskýli það sem eftir er leiks, eftir að hafa verið teknir út af, hvetja samherja sína og fara með liðinu í búningsklefa eftir leik til að skila búningi, nema vinna krefji annars. Þá tilkynna menn þjálfara það. Menn eiga ekki samskipti við aðra en liðið, þjálfara, meðan á leik stendur, nema aðstæður krefji/leyfi.
12. Menn reyna að teygja með félögunum eftir æfingar og ræða við þá.
13. Menn borga félagsgjöld innan viku frá tilkynningu um ógoldin gjöld.
14. Menn biðja þjálfarann um skýringar, frekar en að gagnrýna hann, bæði inn á við og út á við.
15. (Endurtekin/gróf) brot á ofanverðu geta varðað (strangri) refsingu, allt að brottvikningu úr félaginu. Þjálfarinn ákveður einfaldari refsingar, stjórnin við endurteknum brotum.

Vestmannaeyjum, 19. júlí 2009



,

Hjalti Kristjánsson, þjálfari

Vinsamlega prentið þetta út fyrir ykkur sjálfa!

Vil taka fram, að mér hefur fundist ástandið fínt eftir þessa samþykkt og menn virt þessar reglur að langmestu leyti. Vonandi finna menn, að þær skila árangri fyrir alla, innan vallar sem utan. Maður er fljótur að gleyma, því er þetta rifjað hér upp fyrir úrslitakeppnina, áfram reynir á aga og samheldni.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

einn =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ