SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Dapurt tap gegn Hugin í dag 2:0(1:0)

Eftir Stjórinn þann 15 Apr 2012 klukkan 20:01
Lékum langt undir getu í dag og töpuðum fyrir Hugin 2:0(1:0) á gervigrasinu hjá Leikni. Margir létu slakan dómara pirra sig of mikið, hinum var gefið 1:0, þar sem einn framherji þeirra braut af sér og skoraði svo. Það sáu allir nema dómarinn. m.a.s. leikmaðurinn bað afsökunar. Þetta var eftir að menn höfðu ítrekað ekki farið að fyrirmælum og alger óþarfi að fá þetta á sig, réttilega eða ekki.
S.h. var sýnu skárri, fengum þá a.m.k. alvöru færi, sem Þorleifur lagði upp með Stefáni, en Richard fór ekki vel með þau. Þeir skoruðu svo eftir slakan varnarleik okkar seint í leiknum og vonin þá úti.
Greinilegt að 3 vi. milli leikja var of mikið, fáum K. V. eftir 2 vikur, vonandi taka menn sig á þar. Takk fyrir þið, sem komuð, en það var Hugin til skammar að redda ekki aðstoðardómurum, Rúnar E. og Jóhann Sveinn björguðu því af okkar hálfu.
Fannar kom aftur til okkar of var frábær 10; Smári 7(Andri 7), Davíð Þ 8, Hilmar R 9, Frans 8, gult(Birkir Á 9); Trausti fyrirliði 7, Hilmar B 8(Hjalti K), Richard 8(Rúnar E 7), Einar KK 7; Björgvin 7(Stefán B 10), Þorleifur 8. Fannar og Stefán langbestir, flestir aðrir langt undir getu.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

tveir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ