SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

KFS í úrslit? Furðufrétt að neðan! Huginn:KFS fór 0:3!!!

Eftir Stjórinn þann 18 Apr 2012 klukkan 18:43
Góðan daginn.

Í reglugerðum KSÍ um deildarbikarkeppni karla og kvenna, greinum 9.1 og 11.2 segir:

9. SEKTIR
9.1 Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks, skal sæta sekt að upphæð kr. 30.000. Félag, sem notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, skal sæta sektum að upphæð kr. 30.000.

11. STJÓRN KEPPNINNAR
11.2 Félag, sem notar leikmann sem ekki hefur keppnisleyfi með því eða notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, telst hafa tapað leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Staðfesti skrifstofa KSÍ að þátttakandi hafi verið óhlutgengur í leik skal mótanefnd þegar í stað skrá úrslit leiksins skv. ofangreindu og tilkynna það viðkomandi félögum. Heimilt er að kæra slíka skráningu til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og skal kærufrestur telja frá þeim degi sem tilkynningin er gefin út.

Neðangreindur leikmaður lék ólöglegur með Hugin:

Nafn leikmanns: Ívar Karl Hafliðason
Leikur: Huginn - KFS
Dagsetning: 15.04.2012
Ástæða: Leikmaðurinn hlaut sína þriðju áminningu í leik Hvíta Riddarans og Hugins 13. apríl 2012 og átti því að taka út sjálfkrafa leikbann í næsta leik í samræmi við grein 8.2 í reglugerð KSÍ um deildarbikarkeppni karla 2012

Í samræmi við ofangreinda reglugerð eru úrslit leiksins skráð 0-3 og Huginn sektað um kr. 30.000.-.


Með kveðju,
f.h. KSÍ,
Klara Bjartmarz.

KFS í úrslit? Furðufrétt að neðan! Huginn:KFS fór 0:3!!!

Eftir Sæþór þann 21 Apr 2012 klukkan 09:54
Dettur þá æfingaleikurinn niður ? Ég sé að undanúrslit lengjubikarsins eru næsta laugardag, þann 28 apr.

KFS í úrslit? Furðufrétt að neðan! Huginn:KFS fór 0:3!!!

Eftir Stjórinn þann 21 Apr 2012 klukkan 11:19
Skýrist eftir leik Þróttar V. og Hvíta riddarans . sem byrjar kl. 16 í dag. Ef Þróttur vinnur verður æfingaleikur, annars undanúrslit.

KFS í úrslit!!!!

Eftir Stjórinn þann 21 Apr 2012 klukkan 20:59
Þróttur V:Huginn 2:2(1:0). Unnum riðilinn og spilum nk. lad. í undanúrslitum! Í 1. sinn! Var að þakka okkar Christo. fyrir, hann var hæ. bak. allan leikinn og er í firnaformi/lögregluskólanum. Takk, Hvíti Riddarinn!

KFS í úrslit!!!

Eftir Stjórinn! þann 21 Apr 2012 klukkan 21:03
Þróttur V.:Hvíti riddarinn 2:2 auðvitað! Takk fyrir líka Huginn að nota ólöglegan leikmann gegn okkur!
Það verður gaman á laugardag; KFG, Skínandi eða Berserkir!

KFS í úrslit? Furðufrétt að neðan! Huginn:KFS fór 0:3!!!

Eftir Himmi þann 22 Apr 2012 klukkan 16:48
Glæsilegt Vel gert hjá Hvíta Riddaranum! Ég verð því miður í Englandi um helgina og missi af undanúrslitum en verð kominn í urslitaleikinn... Gangi ykkur vel þið klárið þetta

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fjórir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ