SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

KFS:Skínandi 0:1(0:1) Hvar voru Ingó, Bjöggi og Elvar?

Eftir Stjórinn þann 28 Apr 2012 klukkan 20:16
Byrjuðum undanúrslitin í C-deild í Lengjubikar við erfiðar aðstæður, 3 leikmenn hvorki sáust né svöruðu í síma. Ekki var nú áhuginn meiri. Menn verða að vera duglegri að fylgjast með heimasíðunni, sstl. þeir, sem eru Reykjavíkurmegin.
Fyrir utan þessa vantaði alla vörnina frá síðasta leik og miðjuna. Þetta var því mesta furða í dag, Við byrjuðum og enduðum betur, þeir áttu betri kafla þess á milli. Þeir skoruðu e. ca. 1/2-tíma rigningarmark, boltinn lak af hönskum Fannars í markið og þar við sat.
Slinger fékk færi leiksins eftir 55 mín. en skaut í stöng, upp úr horni þeirra og stungu.
Fannar bjargaði svo meistaralega 2var frá þeim og við úr leik, en þetta var aldeilis fínn bónusleikur. Takk fyrir það, allir á vellinum.
Fannar 9; Hannes 10(Birkir 8), Stefán B 10, gult, frábær, Frans 9, Trausti 9; Andri 8, byrjaði frábærlega(Siggi EE 8), Geiri 7,5, Frikki 10, Þorleifur 7,5(Aron 8), Einar 8, gult; Slinger 8. Hjalti fór ekki inn á, en fékk gult sem þjálfari.
Óskum Skinandi til hamingju með frábæran árangur á 1. ári. Handbragðið hans Ása sást og fátt kom á óvart, en við töpuðum nú samt. Þeir, sem ekki mættu verða að bera e-a ábyrgð á því líka, ekki bara ofannefndir. Menn verða að leggja meira á sig til að ná meiri árangri.

KFS:Skínandi 0:1(0:1) Hvar voru Ingó, Bjöggi og Elvar?

Eftir Elvar Aron þann 29 Apr 2012 klukkan 22:09
Ég var aldrei búinn að melda mig í þennan leik - skil ekki hvaðan þú færð það.

KFS:Skínandi 0:1(0:1) Hvar voru Ingó, Bjöggi og Elvar?

Eftir Stjórinn þann 29 Apr 2012 klukkan 22:30
Varst ekki heldur búinn að afmelda þig. Vissirðu að þú værir í hópnum? Hvar varstu? Viltu kannske ekki vera í hóp almennt?
Sé að þetta var ekki nógu skýrt hjá mér. Ekki von að þú vitir venjurnar. Menn eiga sem sagt að melda sig hér inn eða út, ef þeir eru nefndir í völdum hópi fyrir leik, hvort þeir komi á bíl o.s.frv. Hvoru tveggja er auðvitað mikilvægt, hvort menn koma og þá hvernig, eða koma ekki, svo hægt sé að velja annan í staðinn. Grunnvandamálið núna var að enginn axlaði ábyrgð Reykjavíkurmegin á hópnum, Hilmar B hefur verið duglegur við það. Látum þetta ekki endurtaka sig. Ræddum í klefanum fyrir leikinn að FYLGJAST alltaf MEÐ HEIMASÍÐUnni, hvort maður sé í hóp fyrir næsta leik, eða á skuldalista félagsgjalda. Vonlaust að hringja til allra með þessar upplýsingar eða SMS-a, þetta mun einfaldara.
A.ö.l. mun ég ath.. einu x enn með hugsanlega stjórn með okkur Óðni til að höndla þetta allt saman.
Takk fyrir að svara, þótt seint væri.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fimm =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ