Spjallið
Svara
Til baka...
K. F. S. í 2. umferð Bikarkeppninnar! Sigur 2:1(1:0)
Eftir Stjórinn þann 05 Maí 2012 klukkan 16:54
Leikurinn hófst með mínútuþögn vegna fráfalls Fyrrum leikmanns okkar og bróður Sæþórs Jóh.; Steingríms Jóhannessonar, og Einars Þ. Þórhallssonar, Ármennings, sem lést sviplega í síð. viku, Leikurinn byrjaði með látum og meiðslum á báða bóga, við með góða pressu, en náðum litlum dampi fyrr en eftir miðjan f.h. Það endaði með marki á 43. mín., Sæþór Jóh., eftir stungu frá fyrirliðanum Trausta Hj.
Seinni hálfleikur var litlu skemmtilegri, þeir jöfnuðu e. ca. 60 mín., eftir það dæmt af okkur mark v. rangstöðu(Bjarni Rúnar), en í lokin voru Ármenningar sprungnir og við sóttum látlaust, það endaði með marki á 88. mín. Trausti var sparkaður niður við endalínuna og Bjarni Rúnar skoraði úr vítinu,
Klafsleikur, gott að vinna hann, áttum ívið fleiri færi en hinir, mér fannst þetta aldrei í hættu, en það þurfti mikið að hafa fyrir utandeildarliðinu. Dómarinn dæmdi með þeim f.h., en jafnaði það svolítið út í s.h. og réði ekki úrslitum.
Eigum Hvíta Riddarann/Afríku úti í næsta leik.
Halldór Páll 8; Aron 8(Elvar með frábæra innkomu í sínum 1. leik 9), Stefán B, gult 8, Davíð Þ 9, Trausti 9 vegna ofnanendra úrsltaatriða; Friðrik 8, gult, Davíð E 8, Bjarni Rúnar 9(Hjalli), Gummi Geir 8, Ingólfur 8(Ásgeir); Slinger 9. Andri FH og Hjalti voru líka á bekknum.
Dæmigerður vorleikur, takk fyrir góðan sigur, peyjar!
Seinni hálfleikur var litlu skemmtilegri, þeir jöfnuðu e. ca. 60 mín., eftir það dæmt af okkur mark v. rangstöðu(Bjarni Rúnar), en í lokin voru Ármenningar sprungnir og við sóttum látlaust, það endaði með marki á 88. mín. Trausti var sparkaður niður við endalínuna og Bjarni Rúnar skoraði úr vítinu,
Klafsleikur, gott að vinna hann, áttum ívið fleiri færi en hinir, mér fannst þetta aldrei í hættu, en það þurfti mikið að hafa fyrir utandeildarliðinu. Dómarinn dæmdi með þeim f.h., en jafnaði það svolítið út í s.h. og réði ekki úrslitum.
Eigum Hvíta Riddarann/Afríku úti í næsta leik.
Halldór Páll 8; Aron 8(Elvar með frábæra innkomu í sínum 1. leik 9), Stefán B, gult 8, Davíð Þ 9, Trausti 9 vegna ofnanendra úrsltaatriða; Friðrik 8, gult, Davíð E 8, Bjarni Rúnar 9(Hjalli), Gummi Geir 8, Ingólfur 8(Ásgeir); Slinger 9. Andri FH og Hjalti voru líka á bekknum.
Dæmigerður vorleikur, takk fyrir góðan sigur, peyjar!
K. F. S. í 2. umferð Bikarkeppninnar! Sigur 2:1(1:0)
Eftir valtyrb þann 05 Maí 2012 klukkan 18:26
Gott að heyra af sigri i fyrsta heimaleik fer sáttur a frívakt eftir að hafa lesið þetta ;D
K. F. S.:Ármann 2:1(1:0) Spjöld leiðrétt
Eftir Stjórinn þann 06 Maí 2012 klukkan 20:56
Gult fengu Friðrik, Hjálmar og Guðmundur Geir, ekki Stefán B, afsakið þetta
Til baka...