SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Hvíti Riddarinn vs KFS

Eftir Sportradio.is þann 17 Maí 2012 klukkan 00:44
Við á sportradio viljum láta vita að leikurinn í bikarnum verður LIVE hjá okkur kl 14:00 og hefst útsending kl 13:30
www.sportradio.is

Hvíti Riddarinn vs KFS

Eftir Stjórinn þann 17 Maí 2012 klukkan 07:39
Þökkum kærlaga!

Hvíti Riddarinn vs KFS í BEINNI KL. 14!

Eftir STJÓRINN þann 17 Maí 2012 klukkan 07:50
Sjá að ofan!

Hvíti Riddarinn vs KFS

Eftir Birkir þann 17 Maí 2012 klukkan 10:33
Snilld!

Hvíti Riddarinn vs KFS

Eftir Sportradio.is þann 17 Maí 2012 klukkan 12:58
Endilega látið eyjamenn nær og fjær vita af þessu ..
Eyjamaður sem er að lýsa í dag.

Hvíti Riddarinn vs KFS

Eftir Sportradio.is þann 17 Maí 2012 klukkan 13:59
Vegna lélegs netsambands á vellinum þá verðum við því miður að fresta þessarilýsingu í dag en bendum á Urslit.net

Hvíti Riddarinn 2 - 5 KFS

Eftir Formaðurinn þann 17 Maí 2012 klukkan 17:37
Góður sigur á Hvíta riddaranum í bikarnum áðan. Gaui Ólafs sem skoraði tvö marka KFS í leiknum ætlar að vera okkar fulltrúi í hádeginu á morgun þegar dregið verður í 32-liða úrslitin.

Hvíti Riddarinn vs KFS 2:5(0:2)

Eftir Stjórinn þann 17 Maí 2012 klukkan 21:22
Unnum frækilegan sigur í 2. umferð Bikarkeppninnar á þokkalegu liði Hvíta riddarans, sem hafði styrkt sig mikið frá 1:5 tapi gegn okkur frá því í vor. Jafnræði í byrjun, við þó hættulegri, en eftir ca. 1/2 tíma tókum við öll völd og Einar og Friðrik skoruðu flott mörk á 31. og 41. mín., Einar með hægri og Friðrik upp úr horni í bláhornið.
Hvíti riddarinn tók svo yfir fyrstu 7 mín. s.h. og skoraði. Þá vöknuðu menn og Gaui kom okkur í 3:1 e. ca. 65 mín. Þeir minnkuðu í 3:2 stuttu seinna og aftur komið stress. Supersubinn Þorleifur skoraði svo 4:2 og Guðjón 5:2 í uppbótartíma. Besti maður vallarins, Gauti Þorvarðarson, hafði lagt upp 2 mörk.
Frábær sigur og mjög góð frammistaða í ca. 45 mín., nokkuð góð í 30 og frekar slök í 15, sætti mig vel við það.
Halldór Páll 8; Hannes 9(Hilmar R 9), Davíð Þ 9, gult(Richard 10), Stefán 10, Trausti fyrirliði 8; Friðrik 10, Davíð E 10, Guðjón 10, Einar 9; Sæþór 9(Þorleifur 10), Gauti 10. Andri Ey á þakkir skildar fyrir að koma, sömuleiðis Jóhann Sveinn liðsstjóri. Bara 3 skiptingar leyfðar í Bikarnum. Allir góðir sem sagt, takk fyrir flottan leik peyjar.
Frí á morgun og hinn, mæting 11.30 á sunnudag í Íþróttamiðstöðinni.

Hvíti Riddarinn vs KFS, markaskorarar/mín.+óskamótherjar

Eftir Stjórinn þann 17 Maí 2012 klukkan 21:31
Svona var þetta víst:
Hvíti Riddarinn 2 - 5 KFS
0-1 Einar Kristinn Kárason ('35)
0-2 Friðrik Már Sigurðsson ('42)
1-2 Hörður Steinar Harðarson ('54)
1-3 Sæþór Jóhannessso ('69)
2-3 Kristján Sigurðsson ('76)
2-4 Þorleifur Sigurlásson ('87)
2-5 Guðjón Ólafsson ('90)


Pepsi-deildin: ÍA, FH, Valur, Stjarnan, Keflavík, KR, Breiðablik, Fram, Selfoss, Fylkir, ÍBV, Grindavík.

1. deildin: Víkingur Ólafsvík, KA, Víkingur R., Höttur, Leiknir R., Þróttur, Haukar, BÍ/Bolungarvík, Fjölnir, (Þór).

2. deildin: Grótta, Fjarðabyggð, Afturelding, Njarðvík, Reynir S., Dalvík/Reynir, (KF).

3. deildin: Augnablik, KB, Þróttur Vogum, KFS.


Vil helst fá:
1Grindavík
2Þrótt V
3Akranes
4Augnablik
5Fram
6KB
7Keflavík
8Stjarnan
9Breiðablik
10ÍBV
11Fylkir
12Víkingur R

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

tveir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ