SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Seinni leikurinn í 8-liða úrslitum 2002!

Eftir Stjórinn þann 31 Aug 2009 klukkan 12:27
Sjá að neðan um fyrri leikinn. Man mest úr ferðalaginu, að þegar Valli steig á Akureyrarfulgvöll sagði hann mér, að þetta væri í 1. sinn, sem hann kæmi til Akureyrar! Hann var ekki að grínast, tæplega 30-ugur. Man að verðrið var gott og við keyrðum til Grenivíkur, flestir okkar í 1. sinn, svo fótboltinn gefur manni víðsýni!
Leikið var 27. ágúst, á þriðjudegi, einu sinni enn þurftum við að fara á erfiðan útivöll í miðri viku, dýrt var þetta allt saman. Sleppum við það í ár, í 8-liða úrslitum, með því að hafa unnið riðilinn í 1. sinn.
Það var enginn annar en spýtan, sem kom okkur yfir í fyrri hálfleik, þar sem við vorum mun betri og staðan orðin samanlagt 0:5. Leyfðum því öllum varamönnunum að spila í seinni hálfleik og þeir fengu dýrmæta reynslu þar, einn þeirra spilar leikinn á morgun með okkur! Við gátum þá líka hvílt lykilmenn, þvílíkur lúksus. Arnviður Ævarr Björnsson og Jóhann H. Traustason björguðu svo heiðri heimamanna í seinni hálfleik, þeir unnu 2:1, en við 5:2 samanlagt. Í þessum leik léku 4 af leikmönnum okkar á morgun og tveir til viðbótar af leikmönnunum á Grenivík hafa spilað með okkur í sumar;
Siggi Braga. 8; Davíð gult 9, Stebbi fyrirliði 9(ég ákvað fyrir úrslitakeppnina að gera hann að fyrirliða í henni), Jóhann Sveinn 9, Valli 10; Sindri V. 9, Pétur 8(Jón Helgi 7), Yngvi 8(Rúnar 7), Lúðvík 8(Trausti 7), Maggi St. 9(Maggi E. 8) og Sindri G. 8(Óðinn St. 7).
Í leikinn vantaði Dragan Manojlovic; Ganna.
Við höfðum því unnið okkur rétt til annars langs ferðalags, á Fáskrúðsfjörð, í undanúrslitum, loksins á útivelli í fyrri leiknum, en ferðin átti samt eftir að sliga félagið fjárhagfslega í nokkur ár. Meira um það seinna, ef við komumst í undanúrslit á morgun.
Berið þetta saman við liðið á morgun, ótrúlega ólík lið í mínum huga. og erftitt að bera þau saman, nema tölfræðilega.

Viðbót og fyrri leikurinn í 8-liða úrslitum 2002 til upprifjunar!

Eftir Fyrri leikurinn í 8-liða úrslitum 2002 til upprifjunar! þann 31 Aug 2009 klukkan 12:30
Auðvitað var Tommi Reynis. í leikbanni í seinni leiknum eftir rautt í þeim fyrri:

Fyrri leikur 8-liða úrslita 2002!

Eftir Stjórinn þann 25 ágúst 2009 klukkan 20:30
Þá er komið að 3. skiptinu, sem við komumst í 8-liða úrslit, 4. skiptið kemur á laugardag! Lékum 24/8 á Helgafellsvelli gegn Magna Grenivík. Við höfðum farið þá leið, að slaka á í síðustu leikjunum fyrir úrslitakeppnina, leyfðum Fjölnið að vinna riðilinn átakalítið.
Magni hafði ekki tapað leik um sumarið, undir stjórn markakóngsins úr Í. R., Tryggva Gunnarssonar. Tommi Reynis. fór á kostum í þessum leik og gerði þrennu, en fékk svo rautt á síðustu mínútunni fyrir fíflaskap og 2 leikja bann! Við vorum 2:0 yfir í háfleik, Maggi Steindórs. gerði eitt mark. Menn spiluðu mjög agað, Stebbi Braga. tók sweepers-stöðuna og leysti frábærlega. Við höfðum frábærar njósnir frá Kóla, vini mínum á Akureyri, fyrir leikinn og komum þeim í opna skjöldu og höfðum mikla yfirburði,2 þeirra bestu menn sáust ekki. Cantona var í markinu, Dabbi og Sindri léku líka, Trausti og Maggi Ella. , svo að 6 af núverandi leikmönnum komu við sögu: Einar G. 9; Davíð 10(hæ. bakvörður) 10, Stebbi fyrirliði 10, Jóhann Sveinn 10, Valli 9(Ganni 10); Sindri V. gult, 9(Einar Björn 8), Pétur 10(Rúnar 9), Yngvi 10, Lúðvík 9(Trausti 8); Tommi, rautt 9, Maggi Std. 9(Maggi E. 8). Það léku því líka 2 leikmenn ÍBV í dag.
Staðan var því góð fyrir seinni leikinn, meira um það síðar!

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

einn =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ