SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

KFS:Berserkir 1:3(0:1)

Eftir Stjórinn þann 26 Maí 2012 klukkan 17:00
Já, ekki góð úrslit gegn efsta liðinu. Þeir byrjuðu betur, ensköpuðu lítið og leikurinn var leiðinlegur á að horfa. Eftir 1/2 klst. kom loks fyrsta skotið á markið þeirra og við að komast í gang. Það leist dómaranum ekki á og ákvað að gefa þeim víti e. 44 mín., sóknarmaður þeirra hljóp inn í Davíð Þ. og datt, ekki brot fyrir fimm aura. Þeir(Kristján A. held ég) skoruðu úr vítinu og kominn hálfleikur.
Menn mættu mjög ákveðnir í s.h. og eftir nkr. mín. hafði Einar Kristinn jafnað með langskoti, sem fór í gegnum markmanninn, en hann og Friðrik ákváðu að skipta um kanta í hálfleik. Við höfðum áfram yfirhöndina, en þeir(Hjálmar) skoruðu svo með skalla og menn misstu svolítið hausinn. Við jöfnuðum svo, en aðstoðardómarinn tók það mark réttilega af okkur.
Þeir fengu svo gjafamark í lokin, þegar við brugðum okkur of framarlega.
Verðum að gera betur næst eftir viku, nota ÍBV afsökunina, of marga lykilmenn vantaði í dag; Gauta, Kjartan, Bjarna Rúnar og Hilmar R. Óskum honum til hamingju með útskriftina.
Halldór Páll; Trausti stóð vel fyrir sínu, gult, Davíð Þ og Stefán(Valtýr duglegur), Hannes góður að vanda; Friðrik duglegur að vanda, gult, Davíð E, Gummi Geir(Stefán Björn með endurkomu) og Guðjón, sem átti hörkuskot í stöngina út í stöðunni 1:2 held ég, Einar(Viktor með sinn 1. deildaleik f. okkur) gerði gott mark; Slingerinn fann sig ekki(Þorleifur duglegur).
Takk fyrir leikinn peyjar og Berserkir fyrir drengilegan leik.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fjórir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ