Spjallið
Svara
Til baka...
Ljótt tap og við úr leik!
Eftir Stjórinn þann 01 Sep 2009 klukkan 20:08
Töpuðum 2:5(0:2) heima gegn Hvíta riddaranum í fyrstu og einu martröðinni í sumar. Líklega var hér um vanmat að ræða, eins og menn héldu, að ekkert þyrfti að hafa fyrir þessu, enda andstæðingarnir ekki beysnir í fyrri leiknum. Þeir yfirspiluðu okkur í dag upp í 0:4, þá hleyptu varamennirnir okkar lífi í þetta, Víðir fékk víti, sem Sæþór skoraði úr, á 78. mín. Einar Kristinn minnkaði muninn í 2:4 á 81. mín. og við þurftum bara eitt mark enn. Kjartan fékk færið til þess, en vantaði örlítið á áð ná boltanum. Þeir skoruðu svo á næstsíðustu spyrnu leiksins og unnu sanngjarnt 2:5. Til hamingju með það, Hvíti riddarinn.
Sindri var manna skárstur í fyrri hálfleik, Víðir, Kjartan og Andri hleyptu blóði í þetta í seinni hálfleik, flestaðrir léku langt undir getu. Vil þó nota tækifærið og þakka mönnum fyrir frábært sumar, mikil gleði fylgt því, líklega vorum við talsvert þreyttari en yngri mennirnir í H. R. eftir fyrri leikinn, það er stór hluti af skýringunni, held ég. Ég hef séð mönnum fara mikið fam í sumar, flestum hverjum, og vona, að menn mæti tilbúnir næsta vetur, að verða enn betri, líkt og við gerðum 2001, eftir að hafa fallið út 2000.
Kolli; Hilmar, Dabbi, Sindri, Adólf(Andri); Trausti(Víðir), Stebbi, fyririliði, gult(Kjartan), Doddi, Ívar, Einar KK; Sæþór. Þakka Hjalla og Hannesi kærlega fyrir að koma.
Dómararnir voru bara nokkuð góður, spurning þó um víti, þegar Ívar datt í teignum í stöðunni 2:4, held ég. Á eftir að sjá það á myndbandinu.
Hengjum ekki haus, getum verið stoltir af sumrinu, enginn bjóst við þessu fyrirfram, en auðvitað sárgrætilegt að falla út á heimavelli eftir 1:3 útisigur. Gjaldkerinn ætti að brosa eftir nokkra daga, það var það eina ánægjulega við þetta. Doddi kemst í ,,sitt" brúðkaup og ég í mína ferð til Norður-Írlands með U-21-liðinu, ef þeir hafa ekki ráðið einhvern í staðinn fyrir mig!
Sindri var manna skárstur í fyrri hálfleik, Víðir, Kjartan og Andri hleyptu blóði í þetta í seinni hálfleik, flestaðrir léku langt undir getu. Vil þó nota tækifærið og þakka mönnum fyrir frábært sumar, mikil gleði fylgt því, líklega vorum við talsvert þreyttari en yngri mennirnir í H. R. eftir fyrri leikinn, það er stór hluti af skýringunni, held ég. Ég hef séð mönnum fara mikið fam í sumar, flestum hverjum, og vona, að menn mæti tilbúnir næsta vetur, að verða enn betri, líkt og við gerðum 2001, eftir að hafa fallið út 2000.
Kolli; Hilmar, Dabbi, Sindri, Adólf(Andri); Trausti(Víðir), Stebbi, fyririliði, gult(Kjartan), Doddi, Ívar, Einar KK; Sæþór. Þakka Hjalla og Hannesi kærlega fyrir að koma.
Dómararnir voru bara nokkuð góður, spurning þó um víti, þegar Ívar datt í teignum í stöðunni 2:4, held ég. Á eftir að sjá það á myndbandinu.
Hengjum ekki haus, getum verið stoltir af sumrinu, enginn bjóst við þessu fyrirfram, en auðvitað sárgrætilegt að falla út á heimavelli eftir 1:3 útisigur. Gjaldkerinn ætti að brosa eftir nokkra daga, það var það eina ánægjulega við þetta. Doddi kemst í ,,sitt" brúðkaup og ég í mína ferð til Norður-Írlands með U-21-liðinu, ef þeir hafa ekki ráðið einhvern í staðinn fyrir mig!
Ljótt tap og við úr leik!
Eftir Davíð Egils þann 01 Sep 2009 klukkan 23:52
Takk fyrir sumarið piltar. Frábært í alla staði, gefum lundinni nokkra daga til að jafna okkur eftir þetta tap. Hægt að tína margt til með þennan leik, áttum að sjálfsögðu að klára þetta með þessa forystu. Vantaði aðeins í massann sem við höfðum fyrir þjóðhátíð þegar við kláruðum alla leiki á úthaldinu og stöðugleika. Sérstaklega leiðinlegt að klára þetta ekki fyrir framan allt þetta fólk sem kom og studdi okkur.
En ég ætla ekki að grenja meira þennan leik. Þakka Hjalta og KFS batteríinu fyrir sumarið. Gefur lífinu lit að komast í bolta og spila við þessa vitleysinga sem fylla þetta lið.
Ræddi við Stebba og þá í bílnum á leiðinni með hvernig veturinn ætti að vera. Mín hugmynd er að hafa frekar einn tíma í viku í einhverri höllinni og hafa fastan hóp sem mætir alltaf! Sjálfur hef ég verið að borga 10-15þús fyrir að vera með skólafélögum mínum í slíkum tíma 1x í viku, og væri alveg til í að borga eitthvað á móti KFS til að hafa slíkan tíma frekar en KR-frímerkið. En þetta er bara mín skoðun.
Kv.
En ég ætla ekki að grenja meira þennan leik. Þakka Hjalta og KFS batteríinu fyrir sumarið. Gefur lífinu lit að komast í bolta og spila við þessa vitleysinga sem fylla þetta lið.
Ræddi við Stebba og þá í bílnum á leiðinni með hvernig veturinn ætti að vera. Mín hugmynd er að hafa frekar einn tíma í viku í einhverri höllinni og hafa fastan hóp sem mætir alltaf! Sjálfur hef ég verið að borga 10-15þús fyrir að vera með skólafélögum mínum í slíkum tíma 1x í viku, og væri alveg til í að borga eitthvað á móti KFS til að hafa slíkan tíma frekar en KR-frímerkið. En þetta er bara mín skoðun.
Kv.
Ljótt tap og við úr leik!
Eftir Andri þann 01 Sep 2009 klukkan 23:54
Ef að peningar eru eitthvað svaka issíjú upp á að geta sloppið við KR frímerkið er ég persónulega tilbúin að borga hærri æfingagjöld, ég væri svo til í 2 - 3 æfingar í viku og æfingaleik aðrahverja viku :D
Ljótt tap og við úr leik!
Eftir Stjórinn þann 02 Sep 2009 klukkan 07:59
Búinn að rýna í þetta, horfa á leikinn aftur. Þeir eiga toppleik, við erum greinilega þreyttari eftir fyrri leikinn en þeir, gervigrasið virðist hafa farið verr í okkur, annað hvort vegna hærri aldurs okkar eða að þeir hafi verið vanari því. Persónuleg mistök kosta flest mörkin(eins og venjulega) og við lokum ekki miðsvæðinu eins vel og við hefðum þurft. Nenni ekki að svekkja mig mikið á þessu, verið frábært sumar og menn virkilega tekið framförum. Tel rétt að byggja ofan á þetta eins og 2000, tel okkur hafa alla burði til að verða enn betri á næsta ári. Gleymum ekki að við náðum mestu óslitnu sigurgöngu í sögu K. F. S. Vil þakka mönnum fyrir frábært sumar, veturinn er undir ykkur kominn, ljóst, að til að fá góðar æfingar í borginni þurfa menn að borga talsvert hærri æfingagjöld. Vilja fleiri en Davíð borga 10-15 þús. kr. og þá fyrir hvað langan tíma? Eigum við að hafa færri eða ódýrari æfingar fyrir áramót til að geta lagt meiri pening í eftir áramótin? Hverjir vilja leggja pening í þetta og hvað mikinn? Þegar við vitum það, getum við reiknað. Þurfum að ákveða okkur fljótt, svo talið hér. Fastur hópur hljómar vel.
Ljótt tap og við úr leik!
Eftir Hlynur stefansson þann 02 Sep 2009 klukkan 08:31
KFS hamingju með glæsilegan árangur í sumar.
Gaman að sjá liðið koma til baka í leiknum í gær þrátt fyrir að vera undir 4-0 og svo nálægt að klára dæmið .
þið getið borið höfuðið hátt og verið stoltir af ykkur áfram KFS.
kv. Hlynur.
Gaman að sjá liðið koma til baka í leiknum í gær þrátt fyrir að vera undir 4-0 og svo nálægt að klára dæmið .
þið getið borið höfuðið hátt og verið stoltir af ykkur áfram KFS.
kv. Hlynur.
Ljótt tap og við úr leik!
Eftir Hjálmar þann 02 Sep 2009 klukkan 10:59
Ég nefndi það við Trausta fyrr í sumar hvort það væri ekki möguleiki á að skoða það að fá tíma í Risanum hjá FH. Hef að spilað bolta þar áður og fannst það mjög fínt. Gæti einnig verið ódýrara heldur í hinum knattspyrnuhúsunum.
Ég skoðaði æfingatímana þarna síðasta vetur og voru lausir tímar alltaf eftir kl:21 á kvöldin (þarf ekki að vera að það verði svoleiðis í vetur, allt í lagi að skoða það). Gæti einnig verið ódýrara ásamt því að við værum ekki alltaf úti í leiðinda veðrum.
En þetta er allavega mín hugmynd og ef menn eru til í þetta þá get ég skoðað þetta þar sem að maður er orðinn hálfur Hafnfirðingur:)
Ég skoðaði æfingatímana þarna síðasta vetur og voru lausir tímar alltaf eftir kl:21 á kvöldin (þarf ekki að vera að það verði svoleiðis í vetur, allt í lagi að skoða það). Gæti einnig verið ódýrara ásamt því að við værum ekki alltaf úti í leiðinda veðrum.
En þetta er allavega mín hugmynd og ef menn eru til í þetta þá get ég skoðað þetta þar sem að maður er orðinn hálfur Hafnfirðingur:)
Ljótt tap og við úr leik!
Eftir Elvar Aron þann 02 Sep 2009 klukkan 14:19
Sælir, vil byrja á að óska ykkur til hamingju með góðan árangur.
Annars að öðru efni, Hjalti, verða æfingar hér í Eyjum í vetur?
Annars að öðru efni, Hjalti, verða æfingar hér í Eyjum í vetur?
Ljótt tap og við úr leik!
Eftir Stjórinn þann 02 Sep 2009 klukkan 16:14
Já. Tilkynning um það fljótlega,þegar mesta svekkelsið líður hjá.
Ljótt tap og við úr leik!
Eftir Leikmaður þann 02 Sep 2009 klukkan 16:55
er eitthvað búið að ræða hvenær á að slútta tímabilinu?
Ljótt tap og við úr leik!
Eftir Leikmaður þann 02 Sep 2009 klukkan 17:02
er eitthvað búið að ræða hvenær á að slútta tímabilinu?
Ljótt tap og við úr leik!
Eftir Sigur! þann 02 Sep 2009 klukkan 17:05
Til hamingju með flott tímabil, leiðinlegt að enda það á svona svekkjandi leik, og það á heimavelli =\
Annars verð ég að minnast á að þetta er þráður nr 666.
Annars verð ég að minnast á að þetta er þráður nr 666.
Til baka...