Spjallið
Svara
Til baka...
K. F. S.:Árborg 7:2(4:1); óvænt flugeldasýning!
Eftir Stjórinn þann 11 Jun 2012 klukkan 21:15
Helgafellsvöllur, 3. deild-A
K. F. S.:Árborg 7:2(4:1)
'22
Þorleifur Sigurlásson [1 - 0]
'32
Kjartan Guðjónsson [2 - 0]
¨ ´38
Kjartan A. Kjartansson (2-1)
'44
Kjartan Guðjónsson [3 - 1]
'45
Þorleifur Sigurlásson [4 - 1]
'48
Sæþór Jóhannesson [5 - 1]
'59
Friðrik Már Sigurðsson [6 - 1]
´69
Gauti Þorvarðarson [7 - 1]
´82
Kjartan A. Kjartansson (7-2)
Það leit ekki út fyrir þetta í byrjun leiks. Árborg taplaust lið og betri fyrsta kortérið, ef e-ð var. Við fengum þá 2 ,,heppnismörk" og ljóst að þetta yrði ,,stöngin inn" dagur, kominn tími á það!
Dómarinn var á annarri skoðun og eftir góða byrjun hans kom bummer leiksins, víti á Trausta, þegar bombað var af stuttu færi í handlegg hans, sem var þétt upp að líkamanum. Kjartan skoraði örugglega og maður hélt, að nú yrði þetta erfitt.
Kjartan og Þorleifur voru á annarri skoðun og skoruðu báðir aftur, rétt f. hálfleik. Það lamaði Árborgarliðið endanlega og það var óþekkjanlegt eftir það.
Slingerinn negli svo frekari nagla í kistu þeirra strax í byrjun s.h. og eftir það var þetta bara spurning, hvort Árborg færi virkilega ekki aftur í gang. Það gerðist ekki sem betur fer, en svona lukkusigur fáum við örugglega ekki aftur í seinni leiknum.
Takk fyrir frábæran leik, peyjar, nokkrir lykilpóstar duttu út fyrir leikinn, nánast ný vörn, en nýir menn komu sterkir inn.
Halldór Páll átti toppleik; Trausti fyrirliði líka, Davíð E. og Hannes(Gummi M. skilaði sinni miklu reynslu) fóru á kostum, Einar mjög góður í varastöðunni sinni; Frikki flottur, Bjarni Rúnar frábær, sérstaklega þegar á leið, Kjartan(V. Smári duglegur) frábær sóknarlega, Þorleifur(Ingó duglegur og með góðar sendingar í nýrri stöðu) með sinn besta deildaleik fyrir okkur, Gauti óx og endaði með marki(Viktor duglegur og hættulegur); Slinger skilaði sínu(Andri H átti að skora, en kom sterkur inn).
K. F. S.:Árborg 7:2(4:1)
'22
Þorleifur Sigurlásson [1 - 0]
'32
Kjartan Guðjónsson [2 - 0]
¨ ´38
Kjartan A. Kjartansson (2-1)
'44
Kjartan Guðjónsson [3 - 1]
'45
Þorleifur Sigurlásson [4 - 1]
'48
Sæþór Jóhannesson [5 - 1]
'59
Friðrik Már Sigurðsson [6 - 1]
´69
Gauti Þorvarðarson [7 - 1]
´82
Kjartan A. Kjartansson (7-2)
Það leit ekki út fyrir þetta í byrjun leiks. Árborg taplaust lið og betri fyrsta kortérið, ef e-ð var. Við fengum þá 2 ,,heppnismörk" og ljóst að þetta yrði ,,stöngin inn" dagur, kominn tími á það!
Dómarinn var á annarri skoðun og eftir góða byrjun hans kom bummer leiksins, víti á Trausta, þegar bombað var af stuttu færi í handlegg hans, sem var þétt upp að líkamanum. Kjartan skoraði örugglega og maður hélt, að nú yrði þetta erfitt.
Kjartan og Þorleifur voru á annarri skoðun og skoruðu báðir aftur, rétt f. hálfleik. Það lamaði Árborgarliðið endanlega og það var óþekkjanlegt eftir það.
Slingerinn negli svo frekari nagla í kistu þeirra strax í byrjun s.h. og eftir það var þetta bara spurning, hvort Árborg færi virkilega ekki aftur í gang. Það gerðist ekki sem betur fer, en svona lukkusigur fáum við örugglega ekki aftur í seinni leiknum.
Takk fyrir frábæran leik, peyjar, nokkrir lykilpóstar duttu út fyrir leikinn, nánast ný vörn, en nýir menn komu sterkir inn.
Halldór Páll átti toppleik; Trausti fyrirliði líka, Davíð E. og Hannes(Gummi M. skilaði sinni miklu reynslu) fóru á kostum, Einar mjög góður í varastöðunni sinni; Frikki flottur, Bjarni Rúnar frábær, sérstaklega þegar á leið, Kjartan(V. Smári duglegur) frábær sóknarlega, Þorleifur(Ingó duglegur og með góðar sendingar í nýrri stöðu) með sinn besta deildaleik fyrir okkur, Gauti óx og endaði með marki(Viktor duglegur og hættulegur); Slinger skilaði sínu(Andri H átti að skora, en kom sterkur inn).
K. F. S.:Árborg 7:2(4:1); óvænt flugeldasýning!
Eftir Andri þann 12 Jun 2012 klukkan 15:41
Glæsilegt !
Til baka...