SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Sorgarferð á Hornafjörð, 6:1 tap!

Eftir Stjórinn þann 17 Jun 2012 klukkan 01:28
Ljóst fyrirfram að þetta yrði erfitt, Davíð E. í stuttu sumarfríi, Stebbi Braga. og Gummi Geir meiddir, Sæþór, Einar og Þorleifur fastir í pæjumótinu, Halldór Páll að fá mikinn vin í heimsókn, Andri upptekinn með ótrúlega mörgum á god damn árgangsmóti, Guðjón, Hjálmar, Richard og Stefán Björn í vinnu., sem sagt ca. 7, sem venjulega væru í byrjunarliðinu. Sjálfur hafði ég fórnað utanlandsferð með konunni, fórnað utanlandsferð nr. 2 sömu vikuna og aðrir lögðu hart að sér við að keyra 330 km, jafnvel 450 fram og til baka(kærar þakkir f. það, Kiddi).
Við lentum undir eftir 8 mín., enn að púsla saman enn einu nýju KFS-liði, náðum svo saman, Kjartan jafnaði eftir 16 mín. og Sindri bjargaði á línu fyrir hálfleik. Kolli bjargaði í millitíðinni ævintýralega.
Í s.h. hrundi allt á stuttum kafla e. að Bjarni Rúnar fór út af meiddur, of margir sprungnir og bara einn vanur varamaður, sem var 4 of fáir.
Fimm mörk láku inn á 15 mín. og niðurlægingin alger. Sem betur fer sprungu þeir líka og leikurinn fjaraði út.
Takk fyrir peyjar, að leggja þetta erfiða ferðalag á ykkur, eina, sem´ég get kvartað yfir er að missa hausinn algerlega í 15 mín., en tap var líklega óumflýjanlegt gegn svona góðu liði með ekki fleiri vana varamenn.
Kolbeinn frábær í f.h.; Trausti góður framan af og fyrirliði, Davíð Þ og Hilmar frábærir í f.h. en misstu svo hausinn, Hannes ólíkur sjálfum sér, en fékk ekki mikla hjálp; Ingó duglegur sóknarlega, Bjarni Rúnar frábær(Gummi Magg. mistækur, en gott að hafa hann), Geiri frábær í f.h.(Hjalti stutt inn á), Gauti góður, Frikki duglegur en kláraði sóknirnar illa; Kjartan fínn(Kiddi Sig).
Næsta verkefni Léttir heima á laugardag, vonandi mæta fleiri í þann leik. Æfing á mád.
Takk Sindramenn fyrir frábærar móttökur og dómgæslan var mjög góð.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fimm =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ