SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Frábær sigur í Þorlákshöfn!

Eftir Stjórinn þann 04 Jul 2012 klukkan 23:25
Unnum 0:1(0:1) í miklum hasarleik í kvöld. Hilmar Ragnarsson skoraði eftir skalla Kjartans Guðjónssonar í stöng á 37. mín., held ég. Áður hafði einn Ægismanna fengið réttilega rautt á 30. mín. eftir grófa áras á Fannar í markinu, sem endaði með blóðnösum, mikið lán, að ekki fór mun verr. Eins og við var að búast leituðu svo dómararnir að leiðum til að jafna metin, en náðu að stilla sig og Fannar sá um það, sem aðrir í liðinu okkar kláruðu ekki. Við lögðum áherslu á að halda þessu og tókst þrátt fyrir mikil áhlaup hinna, þar sem helst var hætta úr föstum leikatriðum. Við vorum hættulegir inni á milli, en menn héldu haus og kláruðu dæmið glæsilega.
Fannar frábær; Trausti fyriliði líka, Hilmar R. maður leiksins, Shrek frábær, Einar Kristinn frábær; Frikki frábær, Davíð E. gult og fór á kostum, Gummi Geir líka(Víðir kom sterkur inn), Kjartan enn með þátt í mörkum okkar; mjög mikilvægt(Þorleifur gult og barðist vel), Gauti köflóttur og varðist vel; Slinger mjög duglegur(Geiri með flotta innkomu).
Takk fyrir frábæran leik, peyjar, bættum fyrir lélegan leik síðast og erum á pari, 16 stig úr 8 leikjum, eins og Berserkir, sem jöfnuðu líka úti á síð. mín. gegn Stál-Úlfi eins og við. Sindri 14 stig úr 7 leikjum, Ægir og Léttir 13 úr 8. Sindri:Árborg á lad.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

tveir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ