SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Berserkir:K. F. S. 4:2(2:1)

Eftir Stjórinn þann 14 Jul 2012 klukkan 20:18
Enn eitt tapið gegn Berserkjum. Þeir komust í 1:0 eftir góða byrjun okkar, en við höfðum misst taktinn, eftir ca. 25 mín., klaufaleg mistök þar hjá okkur. Ingó jafnaði svo fljótlega og þetta leit vel út. Léleg dekking rétt fyrir hálfleik kostaði okkur 2:1. Þeir komust svo strax í 3:1 eftir hlé og nú leit þetta illa út. Ingó var ekki sammála og minnkaði muninn um miðjan seinni hálfleik. Í lokin kom svo 4:2, við orðnir þreyttir og framarlega að reyna að jafna, líkleg rangstaða þarna. Í millitíðinni var mark dæmt af Slinger vegna rangstöðu, sem enginn sá nema aðstoðardómarinn. Einu sinni enn féllu vafadómar ekki með okkur. Við björgðum reyndar á línu og Fannar einu sinni meistaralega og þeir skutu í stöng, svo öllu sé haldið til haga. Mjög vel varið frá Kjartani okkar í f.h. Mikilvæga menn vantaði í bæði lið, og það sást.
Fannar sýndi allan skalann; Trausti fyrirliði frábær og vann mikið af skallaeinvígjum, nýtt hjá honum í síðustu 2 leikjum, Hilmar gult líka, Stebbi þangað til í lokin, Einar mjög góður, hann bjargaði á línu; Ingó maður leiksins hjá okkur, Gaui Ó kom aftur til baka, velkominn, Gummi Geir hitti á slæman dag(Slinger dugelgur og átti að fá mark skráð), Þorleifur fann sig ekki(Stefán Björn með frábæra innkomu), Frikki ekki heldur framan af; Kjartan flottur(Geiri). Andri og Siggi II fá kærar þakkir fyrir að koma.
Dottnir niður í 5. sæti, en bara 3 stig í toppinn.Nú er að rísa upp aftur í næsta leik.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

tveir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ