SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Árborg:K. F. S. 2:1(0:0)

Eftir Stjórinn þann 27 Jul 2012 klukkan 22:41
Byrjuðum illa og fyrsta kortérið bjargaði Gaui okkur 2var. Komumst svo vel inn í leikinn og þeir redduðu 2var ævintýralega. Eftir þrumuræðu í hálfleik var allt annað að sjá liðið og Slingerinn gerði fantaflott mark eftir 50 mín. e. sendingu Richie, sem fékk fantasendingu frá Rooney. Eftir það fleiri reddingar hjá þeim, en gáfum þeim svo öll stigin í lokin með mörgum brotum úti á velli, sem enduðu með mörkum þeirra á 92. og 94. mín. Þá hafði Guðjón Orri meiðst og enginn varamarkmaður, Bjarni Rúnar farinn út af meiddur og þetta hafði sín áhrif. Menn héldu boltanum illa og voru í panik gegn liði 4 sætum neðar, því fór sem fór.
Guðjón Orri frábær fram að meiðslum, kannske mín mistök að fá ekki ómeiddan markmann í leikinn eða varamarkmann, og þó; Andri rotaðist og fór á sjúkrahús í f.h.(Trausti með frábæra innkomu), Hilmar R gult, missti haus í lokin, Kjartan gult, flottur framan af, Einar batnaði, þegar á leið; Ingó alltaf hættulegur, Davíð E bætti sig verulega í s.h. fyrirliði, Bjarni Rúnar líka(Gaui Ó), Frikki flottur framan af(Geiri náði ekki flugi), Richie flottur framan af en sprakk(Jói NÞ gult, í sínum 1. leik með okkur, með frábæra innkomu); Slinger með Dalglish-mark(Þorleifur náði ekki flugi).
Grátlegt að klúðra þessu, vorum búnir að rífa okkur upp, en hrundum svo á 2 mín. Takk fyrir að koma í leikinn, peyjar, verðum að vinna rest, byrjum á Sindra e. 2 vi. Halda sér í formi!

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

einn =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ