SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Frábært lokahóf!

Eftir Stjórinn þann 28 Oct 2012 klukkan 12:36
Skemmtinefnd Trausta, Slingers, Birkis og Frikka bauð upp á frábært lokahóf í gær, takk kærlega fyrir það.
Við söknuðum formannsins okkar, Óðins, langt síðan hann hefur ekki verið með, en hann kíkti þó á skypinu.
Leikmaður ársins var Davíð Þorleifsson með meðaleinkunina 9,44, frábær leikmaður. Shrek var í öðru sæti og Trausti Hjalta. í 3. Þessir 2 slógu leikjametið til skiptis, Trausti nú leikið 138 deildaleiki en Stebbi 136. Davíð og Sæþór líka komnir yfir 100 með okkur. Stebbi er með flesta deildabikarleiki eða 49 og flesta bikarleiki með Trausta eða 19. Hjalti sló metið í að leika elstur í deildakeppni á Íslandi.
Slinger var markahæstur með 8 mörk í 1 2 leikjum og komst í 2. sæti frá upphafi með 57 mörk, Maggi Skó. með 75 mörk.
Kjartan gerði 5 mörk í 10 leikjum, Einar 4 í 11 og Frikki 4 í 13.
Besti nýliðinn var Davíð Þ. mestu framfarirnar sýndi Þorleifur Sigurlásson, Hilmar Ragnarsson efnilegastur og Sæþór prúðastur; 15 leikir án spjalds.
Árangur okkar í deild var sá næstslakasti frá upphafi, 39 leikmenn léku með okkur, þar af 6 markmenn.
Komumst þó lengra í Deildabikar en áður og ekki komist lengra en í Bikarnum.
Satt að segja vorum við bestir í getraunum, slógum þar okkar sölumet og náðum 14 hópum í 30 hópa úrslit ÍM.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

tveir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ