SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Lokahóf KFS 10.okt í sal Eyjabústaða kl. 20:00 (19:30)

Eftir Trausti þann 22 Sep 2009 klukkan 23:47
Lokahóf KFS verður haldið í sal Eyjabústaða laugardaginn 10. október.

Eins og venjulega eru allir leikmenn, æfingarfélagar og stuðningsmenn KFS velkomnir ásamt mökum.

Einnig er sérstaklega skorað á gamla leikmenn KFS að taka fram bingógallann og mæta á svæðið.

Þetta er partý fyrir alla félagsmenn og maka þeirra!

Húsið opnar kl. 19:30 og byrjar dagskráin kl. 20:00.

Einsi kaldi sér um matinn og verður boðið upp á humarsúpu og lambakjöt. Ræðuhöld, skemmtiatriði, söngur og gleði, síðan má ekki gleyma hinu árlega KFS myndbandi þar sem enginn er óhulltur!

Mönnum er bent á að mæta með eiginn drykk en hugsanlega verður boðið upp á eitthvað með matnum.

Við þurfum að vita fjöldan sem fyrst, en stefnt er að því að hafa þetta stæðsta og besta lokahóf frá upphafi!

með því að ýta á attending á facebook er litið svo á að þú mætir 100% (eða melda þig hér á spjallinu ef þú ert ekki með facebook) og ef þú mætir með maka láttu þá vita hér í comments eða einfaldlega hringja/sms í Trausta 698-2632 eða Óðinn 844-3023.

Verðið er 3000 kr á mann.

Sjáumst í gleðinni 10. okt!

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

einn =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ