SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Tveir snillingar til KFS, Pétur Run. og Óskar Snær!

Eftir Stjórinn þann 14 Mar 2013 klukkan 17:04
Pétur Runólfsson, 31 árs miðjumaður, er kominn aftur til KFS! Hann gerði garðinn þar frægan áður en hann fór yfir til ÍBV að bjarga þeim. Hann var í hinu sigursæla KFS-liði, sem vann 3. deild 2002. Samtals á hann a.m.k. 6 deildaleiki og 1 mark með BÍ/Bolungarvík, 6 mörk í 34 leikjum með KFS og 10 mörk í 106 leikjum með ÍBV eða 17 mörk í 146 deildaleikjum. Hann var okkar besti maður í síðasta leik. Hjartanlega velkominn, Pétur!
Óskar Snær Vignisson, 29 ára miðju- og sóknarmaður, er kominn frá S. R. Þar gerði hann 1 mark í 2 deildaleikjum. Hann hefur gert 3 mörk í 4 leikjum með Ægi, 70 mörk í 137 leikjum með Hvöt, 2 mörk í 11 leikjum með Þrótti R. og 9 leiki með Tindastóli(/Hvöt) eða samtals 76 mörk í 163 leikjum! Hann var okkar besti maður í þarsíðasta leik. Hjartanalega velkominn, Óskar Snær!
Hjá báðum vantar record fyrir 2001.
Eins og sjá má eru hér alvörumenn, með gríðarlega reynslu. Við hlökkum til að sjá þá á vellinum í framhaldinu!

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

þrír =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ