SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Deildarbikarinn og sumarið - endilega lesið

Eftir Einar Kárason þann 14 Mar 2013 klukkan 18:13
Sælir menn.

Mig langaði að forvitnast um hverjir hérna inni hefðu hugsað sér að spila í sumar? Nú eru 88 meðlimir hérna inni, þar á meðal nokkrir sem ég þekki nákvæmlega ekki neitt, og hef ekki hugmynd hvort þeir ætli sér að taka þátt í sumrinu eða ekki.

Fyrsti deildarbikarleikurinn er þarnæstu helgi, sunnudaginn 24.mars, á Selfossvelli gegn Augnablik.
Það væri gaman að sjá hverjir hérna hafa hugsað sér að gefa kost á sér í þann leik, og leikina þar á eftir?

Hérna eru deildarbikarleikirnir í mars/apríl:

Lengjubikarkeppni C-deild 1:
Sud. 24. mars kl. 14: Gervigras Selfossi: KFS:Augnablik
Lad. 6. apríl kl. 14 Leiknisvöllur: Þróttur V.:K. F. S.
Lad. 13. apríl kl. 14 Gervigras Selfossi: KFS:Ísbjörninn
Sud. 21. apríl kl. 14 Leiknisvöllur: Afríka:K. F. S.

Það getur verið rosalega gaman að spila með KFS, en það getur líka verið alveg hreint afskaplega leiðinlegt. Þá sérstaklega þegar við náum varla í lið, þegar maður mætir í leik og það eru 3 leikmenn í hópnum sem spiluðu leikinn á undan og svo þegar það er verið að safna í lið korter fyrir mætingu.

Það segir sig sjálft að það næst nákvæmlega enginn árangur þannig.

Ég bíð því "spenntur" að sjá hvort þetta verði skemmtilegt sumar, eða leiðinlegt sumar.

Hérna inni eru margir hörkufínir strákar sem hafa gaman að því að spila fótbolta og því spyr ég:
Hverjir hafa hugsað sér að taka þátt/gefa kost á sér í deildarbikarleikina og í sumarið?

Kveðja.

Deildarbikarinn og sumarið - endilega lesið

Eftir Stjórinn þann 14 Mar 2013 klukkan 18:52
Líka leikur á við Stokkseyri á skírdag. Gott innlegg.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fjórir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ