SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

KFS vs Augnablik 3-1

Eftir Trausti þann 24 Mar 2013 klukkan 22:52
Unnum góðan sigur í dag á Augnablik í fyrsta leik deildarbikarsins sem fram fór á Selfossi við ágætar aðstæður.

Lentum snemma undir eftir að hinir skorðu úr víti. Hárréttur dómur eftir klaufagang í vörninni. Síðan komumst við betur og beturi inn í leikinn enda er liðið að byrja að slípa sig saman fyrir sumarið.

Liðið:
Halli markmaður átti góðan leik og varði tvisvar drulluvel.
vörnin;Hannes og Andri Ey voru öflugir í bakverðinum og virkuðu í fantaformi miðað við aðra á vellinum allavega. Davíð og Aron Hugi (Trausti) voru smá riðgaðir saman í byrjun en voru virkilega traustir í seinni hálfleik.
Miðjan. Einar Kr v. kantur.. átti næstum því leik lífsins.. skorðaði beint úr aukara, virkilega vel gert.. skoraði síðan annað mark með skalla eftir góða sendingu frá Leif... tók góð horn og aukaspyrnur og ég veit ekki hvað og hvað.. Jói Norðfjörð (Nonni)hæ. kantur (ekki Halli þó) getur lagt skóna á hilluna enda skoraði hann mark lífsins, stökk upp og hamraði hann með vinstri beint í samúel örn erlings.. þvílíkt og annað eins.. Óskar, Pétur (Siggi E.) og Geiri (Michele) sáu um miðjusvæðið og voru smá riðgaðir til að byrja með en voru farnir að stjórna allri umferð eftir 38 min.

Þorleifur var svo frammi en fattaði fljótlega að hann ætti bara að vera á miðjunni enda gekk ekkert að koma sér í færin, langbest fyrir hann að gefa bara á Einar frænda sinn sem skorar mörkin.

Takk kærlega Siggi fyrir hjálpina og takk þið sem gáufuð ykkur í þetta skemmtilega verkefni á Selfossi.

Næst leikur númer 2 í deildarbikarnum gegn Stokkseyri á Selfossi næsta fimmtudag (skírdag) kl. 1400.

KFS vs Augnablik 3-1

Eftir Sæþór Jóhannesson þann 25 Mar 2013 klukkan 10:35
Glæsilegur sigur, frábær byrjun og flott að heyra. Trausti með þetta allt saman á hreinu.

KFS vs Augnablik 3-1

Eftir Himmi þann 25 Mar 2013 klukkan 14:53
Klassi, spenntur að spila næsta leik

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fjórir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ