SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Stórsigur á Selfossvelli 0-7

Eftir Trausti þann 28 Mar 2013 klukkan 18:53
Sigruðum lið Stokkseyris 0-7 í dag á Selfossvelli.

Spiluðum bara nokkuð flottan fótbolta í fyrri hálfleik og Jónatan braut ísinn eftir 25 min leik. Markið skoraði Jónatan með skalla eftir eitt af mörgum frábærum hornum fyrirliðans Einars Kristins Kárasonar sem fór gjörsamlega á kostum í leiknum. Skoraði tvö og lagði upp þrjú.

Þó að ég segi sjálfur frá þá voru sendingar hans í leiknum í heimsmælikvarða.. já við róum okkur ekki yfir þessu.

Þorleifur og Sæi bættu svo við mörkum áður en flautað var til hálfleiks. Þorleifur eftir horn Einars og Sæi með dæmigert centersmark.

Í seinni hálfeik voru hinir búnir og leikurinn var algjör einstefna. Michele skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið og Aron Hugi skoraði stórglæsilegt mark stönginn inn eftir góða aukaspyrnu Einars. Aukaspyrnuna fékk Valur Smári eftir stórbrotið upphlaup hjá þessum harða sóknarsinnaða miðverði.. Stokkseyrargæinn fékk sitt seinna gula eftir þetta og fauk því útaf..

Einar hafði í millitíðinni skorað beint úr horni, eins og ég sagði þetta var bara eitthvað rugl.. Einar hvaða ávöxt ertu að borða þessa dagana?

Liðið: Siggi E. markmaður varði í tvígang mjög vel og hefur nú haldið hreinu í tveimur síðustu leikjum fyriri okkur í markinu.
Vörn: Hannes átti svaka flottan leik, mikil vinnsla og dugnaður, fékk dauðafæri og sofnar hann seint í kvöld nema að einhver dama kíki í heimsókn.. jú hann sófnar reyndar líka seint þá.
Aron Hugi var eins og hugur mans og skoraði sitt fyrsta mark síðan á Essómótinu 98. og V. Smári sóknarmiðvörður var harður að vanda. Himmi pípóvich B. var virkilega traustur og átti nokkrar rispur sem komu hinu liðinu í opna skjöldu.

Miðjan: Jói N sem tók nokkrar truflanir á kantinum og var virkilega sprækur, Roger Leifur skoraði gott mark en má bæta sína hegðun utan vallar og mun hann gera það, Geiri var virkilega góður sérstaklega í seinni hálfleik, duglegur og sterkur á boltanum. Michela kom inn í hálfleik og skoraði mjög gott mark, fer mjög vaxandi. Slingið stóð fyrir sínu og gaf allt í þetta, skoraði mjög gott mark og átti margar góðar sendingar.. virkilega góð vinnsla á kvikindinu.

Svona án þess að vera með neinn hroka þá er ég með recordið 10-1 og 6 stig úr þessum tveimur leikjum og er því gríðarleg pressa á stjóranum að taka við þessu góða búi..haha..

Takk fyrir skemmtilegan dag peyjar og eigið góða páska.

Stórsigur á Selfossvelli 0-7

Eftir Stjórinn þann 28 Mar 2013 klukkan 20:18
Ekki skemmið þið fríið mitt, takk kærlega fyrir þetta, þvílík frammistaða! Trausti greinilega að gera flotta hluti með flotta leikmenn og ég tek ofan fyrir ykkur. Þetta er þó bara byrjunin, höldum haus og fylgjum þessu eftir. Einar Kristinn er greinilega sjóðheitur og fleiri að glansa.
Voru e-r varamenn? Sýnist hafa vantað nokkra ása úr síðasta leik. Aðrir að njóta sín í staðinn greinilega.

Stórsigur á Selfossvelli 0-7

Eftir TH þann 28 Mar 2013 klukkan 20:30
Jú ég og Michele vorum varamenn. Nonni mætti ekki.

Stórsigur á Selfossvelli 0-7

Eftir Regards from England þann 31 Mar 2013 klukkan 14:22
Hello from England,

Congrulations on the win guys, I will be following your games in future. As for your 7-0 win I had a bet, thank you very much!!

[IMG]http://i47.tinypic.com/dnox29.png[/IMG]

Best of luck for the season!!

SJ.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fimm =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ