SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Félagsgjöld, svarti listinn

Eftir Getraunastjórinn þann 01 Oct 2009 klukkan 17:00
Þið, sem skuldið, fenguð viðvörun í dag. Fáið viku til að borga, eftir það koma ákvæði 19, júlí-samþykktarinnar; æfingabann á þá, sem ekki hafa borgað. Þá verður svarti listinn birtur að nýju! Því miður er hann langur í augnablikinu. Erum því ekki að flýta okkur of mikið að panta æfingaaðstöðu eða æfingaleiki í Reykjavík, þar er staðan slæm skuldalega séð.

Félagsgjöld, frábær viðbrögð

Eftir Getraunastjórinn þann 01 Oct 2009 klukkan 19:18
Já, 7 manns hafa borgað 17.300 kr. í dag, líklega nýtt met á einum degi, alls konar met fjúka þessa dagana. Kærar þakkir, vonandi er þetta félag mönnum mikilvægt á tímum kreppu og svartsýni. Viðbrögðin benda til þess.

Félagsgjöld, svarti listinn

Eftir Einar þann 02 Oct 2009 klukkan 00:02
Mér finnst skrýtið að félagsgjöld séu enn í gangi hjá þeim sem ekki eru að æfa með félaginu?

Einnig ætti ég að eiga inni bensín pening frá heimaleiknum við Hvíta Riddarann.

Ætlaðiru að hafa æfingu hérna heima um helgina annars? Ég er reyndar búinn að vera veikur, en væri jafnvel til í að mæta og reyna að svitna aðeins.

Félagsgjöld, svarti listinn

Eftir Stjórinn þann 02 Oct 2009 klukkan 16:38
Einu sinni enn: Mæti menn á 2 æfingar, klára þeir lágmark einn hópleik, sem kostar alls 3.200 kr. í dag. Hætti menn í miðjum hópleik, klára þeir þann hópleik. Í raun var þetta gert félagsmönnum til hagsbóta, að þurfa ekki að borga allt árgjaldið eins og gert er í almennilegum félögum, það er 320 kr.x52. Þar að auki fá menn að meðaltali 1/3 til baka gegnum vinninga. Í stað þess að kvarta ættu menn að þakka fyrir að þurfa ekki endilega að borga heilt árgjald, þurfa ekki að standa í neinni fjáröflun og að hafa einhvern, sem nennir að standa í þessu endalausa, leiðinlega þrasi við þá, sem ekki kunna að meta þetta, fyrir ekki neitt, nema leiðindin, sem fylgja því. Þú mátt alveg taka það að þér, eða bjóða þig fram í stjórn 10/10 nk. á aðalfundi félagsins, og komast þar að því, hvað það kostar að reka þetta félag, þótt enginn sé á launum. Bensínpeninga geturðu rukkað hjá Óðni, hitt borgarðu mér. Æfing kl. 20.30 í sal 3 í kvöld.
Fyrir ykkur hina, sem gleymið að borga, þá er númerið 0582-26-1263, kt. 231158-6189. Þarf um hverja helgi að SMS-a á fjölda manns, sem lætur annað ganga fyrir. Myndi létta mikið, að menn borguðu strax í hvert skipti.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

þrír =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ