SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

KFS - Ísbjörninn 4-2 (3-0)

Eftir Siggi Þjálfari þann 13 Apr 2013 klukkan 16:40
Ágætist leikur í dag á móti fínum Ísbjörnum (dálítið kalt sem hentar þeim auðvita vel).
Fyrirhálfleikurinn var nokkuð góður hjá okkur við fengum nokkur færi og nýttum 3 af þeim. Ásgeir með glæsilegt skot og svo eitt pot mark en þau töldu bæði jafn mikið. Einar skoraði svo úr föstuleikatriði eins og svo oft áður en þetta var líka alveg galopið og engin veggur fyrir framan hann( skoraði beint úr horni).
Boltinn gekk nokkuð vel á milli og náðum við að opna þá nokkrum sinnum en þeir fengu ekki færi í fyrihálfleik.
Í síðari þá vorum við alltaf betri en þeir náðu að skora eitt mark og gáfu sér smá von á meðan fengum við eitt og eitt fínt færi og endaði með því að Friðrik komst í gegn og klárið færið snirtilega með því að lyfta boltanum yfir markvörðinn.
Við héldum áfram að skapa okkur færi en þeir náðu að skora síðasta markið með síðustu snertingu leiksins, þar sem Halldór náði ekki alveg að hreins og kom langskot í autt markið.

Halldór - var mjög traustur í markinu og stóð sig vel.
Hilmar - átti fínan leik og varðist vel
Andri - varðist vel og átti svo eina og eina góða rispu upp völlinn.
Davíð og Hannes - stóðu fyrir sínu í miðverðinum.
Pétur - stjórnaði spilinu vel, vann vel og átti góðan leik
Friðrik - hélt spilinu vel gangandi, vann vel og átti góð hlaup.
Óskar - átti baneitraðar sendingar innfyrir vörn andstæðingana. Vann vel og átti mjög góðan leik , hefði kannski mátt vera eigingjarnari fyrir framan marki.
Einar - fín leikur hjá fyriliðanum sem er stórhættulegur í föstum leikatriðum.
Jói - vann vel fyrir liðið og lagði sig allan í verkefnið. Fín leikur
Ásgeir - skoraði tvö mörk, vantaði smá uppá vinnsluna en annað markið var svo flott að það skiptir engu máli. flottur leikur
Jónatan - kom með kraft í leikinn og vann vel en var of oft réttur maður á röngum stað(s.s rangstæður). Fín leikur
Kristján - kom inná og var ekki búinn að spila 11 manna bolta í 4 ár þarf smá tíma að venjast því en hann lagði sig fram og á eftir að koma sterkur inn í sumar.
Siggi - maður leiksins (þarf að segja meira) ótrúlegar 3 mín og hefur síminn varla stopað eftir leik frá erlendum útsendurum að bjóða honum samning.

Annars vill ég bara þakka ykkur strákar fyrir að leggja ykkur í þetta verkefni og næst er það að klára Afríku um næstu helgi(s.s fótboltaliðið ekki heimsálfuna).

KFS - Ísbjörninn 4-2 (3-0)

Eftir Siggi þann 13 Apr 2013 klukkan 16:45
Michele - Var dálítið að einspila þessa fáu mín sem hann fékk en það kom í tígang þar sem hann hefði getað rent boltan til hliðar á menn í góðu færi í staðinn fyrir að reyna að leika á tvo.
Þetta er auðvita erfitt fyrir kallinn að geta ekki tjáð sig að neinu viti en hann þarf einfaldlega að fara að vinna í því. Hann er einn af hópnum og höldum við áfram að hvetja hann til dáða.

KFS - Ísbjörninn 4-2 (3-0)

Eftir Stjórinn þann 13 Apr 2013 klukkan 17:26
Frábær sigur, Dudek að gera það gott í fjarveru minni, er á vakt. Gaman að Geiri skyldi fá uppreisn æru og gera 2. Úrslitasæti nánast í höfn, klárum næsta leik e. 8 d. með sóma!

KFS - Ísbjörninn 4-2 (3-0)

Eftir Trausti þann 14 Apr 2013 klukkan 12:14
Virkilega skemmtilegt að lesa þetta Siggi, takk fyrir góða skýrslu af gangi mála. Áfram KFS!

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

tveir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ