SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Yngvi, Kjartan og Hjalli heiðraðir í gær!

Eftir Stjórinn þann 03 Oct 2009 klukkan 12:03
Já, Yngvi Borgþórs. var heiðaraður af ÍBV og KFS í gær vegna meira en 200 leikja í meistaraflokki, hann á enn meið hjá KFS í deild; 125 leiki, og Bikar; 16 leiki, en Stebbi Braga. sækir hart að honum og Trausti er ekki langt undan. Yngvi sagði mér í gærkveldi, að hann ætlaði að enda ferilinn hjá KFS, svo að hann gefur þetta ekki eftir baráttulaust! Hann er jafnframt næstmarkahæstur hjá KFS með 54 mörk, en skókaupmaðurinn Magnús Steindórsson er langefstur með 75 mörk og búinn að draga fram skóna aftur!
Hjalli var valinn ÍBV-ari ársins, þótt hann sé skráður hjá K. F. S., spilaði auðvitað með 2. flokki ÍBV/K. F. S. og okkur.
Loks var Kjartan Guðjónsson efnilegastur í 2. flokki, ef ég skildi þetta allt rétt(var á vakt og mikið hringt). Kemur engum á óvart, marglýst hrifningu minni á þessum leikmanni.
Óska þessum köppum öllum hjartanlega til hamingju, við fengum góða auglýsingu í gær, fyrir utan Yngva spilaði hljómsveitin Gogoz(vona, að ég sé að fara með rétt mál), Kolli söng jafnvel betur en hann ver markið(ýkjur, en syngur fantavel), Kiddi Gogga. á trommunum og Elvar Aron líka í bandinu. Fannar og Tóti Tarzan eru hinir meðlimirnir í þessari flottu grúppu.
Þökkum ÍBV vel fyrir að hafa boðið mér og frú, ég var jú læknirinn þeirra í sumar, ekki laust við að maður væri stoltur í gærkveldi, K. F. S. skiptir greinilega miklu máli í knattspyrnulífi Vestmanneyinga, það fékk ég að heyra margoft í gær.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fjórir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ