SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Stefnir í svakalegt lokahóf!! skráning í gangi.

Eftir Tman þann 05 Oct 2009 klukkan 15:11
Já það stefnir í svakalegt lokahóf á laugardaginn. Nú þegar hafa nær 30 kvikindi skráð sig og annar eins fjöldi er að hugsa málið. Á facebook er invitation þar sem að menn geta staðfest komu sína og hvet ég menn til að skrá sig á lokahófið þar eða hér á síðunni.

Slingið er með myndbandið í kælingu enda er það víst svo heitt þetta árið að það hálfa væri meira en hellingur. Doktorinn er víst að undirbúa sig andlega fyrir ræðu ársins og Einsi Kaldi er í Afríku að sækja sykur í pottinn.

Félagið kemur til móts við menn í kostnaðinum og þurfa menn einungis að greiða 3000 kr. á þessa úrvals skemmtun. En munið að skrá ykkur sem fyrst því að við þurfum að vita nákvæman fjölda ekki seinna en á fimmtudag.

Einnig ef einhverjir eru með skemmtiatriði, söng,ræðu,brandara, uppistand eða hvað það eina.. þá er um að gera að kíla á það.

later.

Stjórn félagsins .. fundur

Eftir Trausti þann 05 Oct 2009 klukkan 16:58
Ákveðið hefur verið að halda stjórnarfund sama dag og lokahófið fer fram. Ef þú ert með einhverjar hugmyndir eða hefur eitthvað til málanna að leggja varðandi störf félagsins eða villt jafnvel koma í stjórn, skorum við á þig að mæta á stjórnarfundinn sem verður næsta laugardag kringum 16 - 1700.

Farið verður yfir starfsemi og fjárhag félagsins ásamt almennum fundarstörfum.

Stefnir í svakalegt lokahóf!! skráning í gangi.

Eftir Einar Kárason. þann 05 Oct 2009 klukkan 21:38
Ég skrái mig hérmeð. Var ekki alveg sjur, en það er pottþétt núna.

Stefnir í svakalegt lokahóf!! skráning í gangi.

Eftir Einar. þann 05 Oct 2009 klukkan 21:52
Einnig hef ég öruggar heimildir fyrir því að Hilmar ætli að vera með búktal seint um kvöldið, ef hann nær að vaka nægilega lengi þeas.

Stefnir í svakalegt lokahóf!! skráning í gangi.

Eftir Guðjón Orri Sigurjónsson þann 06 Oct 2009 klukkan 09:00
ég staðfesti hér, komu mína á lokahófið!

Stefnir í svakalegt lokahóf!! skráning í gangi.

Eftir magni þann 06 Oct 2009 klukkan 13:06
mun doktorinn taka lagið ? ef svo er þá mæti ég

Stefnir í svakalegt lokahóf!! skráning í gangi.

Eftir Tanni þann 06 Oct 2009 klukkan 15:40
Þér er óhætt að fara pússa spariskóna Magni, vegna þess að Doktorinn ku ætla að syngja einsöng. Eftir miklar vangaveltur var stuðnings - og pepplag ÍBV fyrir valinu, Slor og skítur. (Hitt lagið sem kom sterklega til greina var "Paint it black", með Rolling Stones)

Mun Doktorinn hafa ákveðið að fara ekki troðnar slóðir hvað varðar flutning lagsins. Heimildir herma að hann hafi haft að orði að hann vildi gera eitthvað djarft, eitthvað sem að fólk hafi ekki heyrt áður. Sömu heimildir herma að hann hafi ákveðið að snara texta lagsins yfir á enska tungu, sem ætti að vera forvitnilegt á að hlusta. Sjálfur velti ég því fyrir mér hvernig viðlagið kemur út á erlendu máli.

Ég hef verið fenginn til þess að spila undir, og þakka mínum sæla fyrir að gripin séu þau sömu á ensku, eins og á íslensku.

Stefnir í svakalegt lokahóf!! skráning í gangi.

Eftir Davíð Egils þann 07 Oct 2009 klukkan 12:13
Það spáir stórkostlegri skemmtun á lokahófinu, auk þess 32 metrum á sekúndu á stórhöfða.

Stefnir í svakalegt lokahóf!! skráning í gangi.

Eftir magni þann 08 Oct 2009 klukkan 17:50
djöfullinn sjálfur lítur ekki út fyrir að maður komist til eyja . ég gæfi baugfingur fyrir að sjá Doktorinn Troða upp og hvað þá að taka Lagið Slor og skít og Snara því á ensku .stefnir án efa i flottasta skemmtiatriði þessarar aldar .

ps. lítill fugl hvíslaði að mér að Siggi ingi muni mæta á svæðið og taka lagið en hann mun ekki vilja vera minni maður en Doktorinn . ég veit fyrir víst að siggi er búin að vera að æfa Nessun Dorma grimmt i sumar !

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

einn =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ