SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Spá fotabolta.net

Eftir Tanni þann 15 Maí 2013 klukkan 17:01
Svona fyrir þá sem ekki hafa rekið augun í þetta.

http://fotbolti.net/news/15-05-2013/spa-fotbolta-net-fyrir-ridlakeppni-4-deildar-karla

Spá fótbolta.net er svona:

Eftir Stjórinn þann 15 Maí 2013 klukkan 17:27
A-riðill:
1. Álftanes
2. KFS
3. Þróttur V.
4. KFG
5. Árborg
6. Kóngarnir
7. Stokkseyri
8. Afríka.

A-riðillinn er líklega sterkasti riðillinn af þessum þremur.

1. Álftanes
Hefur spilað þokkalega á undirbúningstímabilinu, vann góðan bikarsigur gegn ÍH og virkar nokkuð vel mannað lið. Hefur haldið sama kjarnanum af heimamönnum og bæst í hópinn bæði af heimamönnum auk nokkurra annarra.
Lykilmenn: Andri Janusson, Guðbjörn Alexander Sæmundsson

2. KFS
Eru alltaf pínu óskrifað blað eftir hvort liðið sé á heimavelli eða útivelli, eru með fínan mannskap og allra erfiðasta heimavöll til að koma á, væri afar furðulegt ef liðið yrði ekki að berjast um efstu sætin í riðlinum.
Lykilmenn: Sæþór Jóhannesson, Einar Kristinn Kárason

3. Þróttur V.
Unnu mjög góðan bikarsigur á nágrönnum sinnum í Víði sem spila í deildinni fyrir ofan og eru komnir með metnaðarfullan þjálfara sem vill koma liðinu upp um deild.
Lykilmenn: Reynir Þór Valsson, Friðrik Valdimar Árnason

4.KFG
Hafa verið nokkuð upp og ofan það sem af er, skorað mikið af mörkum en einnig fengið mikið af mörkum á sig. Gætu hægtlega blandað sér í baráttu efstu liðu batni varnarleikur liðsins
Lykilmenn: Sindri Sævarsson, Bjarni Pálmason

5. Árborg
Það virðast vera kynslóðaskipti hjá liði Árborgar og það virðist taka tíma að byggja upp nýtt lið. Hafa misst sterkustu leikmenn sína í nágrannaliðin í deildum fyrir ofan og það virðist vera hafa áhrif á liðið. Árborgarar hafa samt ávallt sýnt mikla baráttu og gefast aldrei upp.
Lykilmenn: Jakob Björgvin Jakobsson, Ársæll Jónsson

6.Kóngarnir
Eru nýtt lið en hafa spilað í utandeildinni undanfarin ár undir nafninu Kumho Rovers og verið afar sigursælir. Það verður því spurning hversu mikill munur mun leynast á þessum deildum hvernig Kóngunum gengur en þeir eru með lið sem gæti komið skemmtilega á óvart.
Lykilmenn: Guðjón Þór Valsson, Viðar Guðmundsson

7. Stokkseyri
Eru með ungt lið í höndunum en þetta er fyrsta sinn í langan tíma sem Stokkseyringar eiga lið í deildarkeppni á Íslandi. Liðinu gekk ekki vel í Lengjubikarnum og byrjaði á því að detta útúr bikarnum gegn utandeildarliði og því má reikna með að Stokkseyringar eigi erfitt tímabil fyrir höndum.
Lykilmenn: Gísli Ármannsson, Valdimar Gylfason

8. Afríka
Afríkumenn náðu ágætis leik í bikarnum gegn Ými en samt sást stór styrkleikamunur á þeim liðum. Geta spilað fínan fótbolta en eru oft of fljótir að missa hausinn við litlu mótlæti. Það má þó ekki vanmeta lið Afríku þegar þeir komast í góðan gír.
Lykilmenn: Baba Bangoura, Dario Tomas Araujo




Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

tveir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ