SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Enn sigur og haldið hreinu, 3:0(1:0) gegn Stokkseyri.

Eftir Stjórinn þann 08 Jun 2013 klukkan 16:55
Enn einn frábær sigur, nú í blindaþoku, sem verður að skýra dómgæsluna, sem var vægast sagt skrautleg, 2 lögleg mörk tekin af okkur, það staðfestu menn, sem voru í línu við þau að horfa á, og 4 víti, sem flestir hefðu skilað inn sem a.m.k. 2-ur, sem voru augljós fyrir þá, sem sáu brotin. Vallarverðirnir áttu ekki betri dag, skiluðu okkur óleikhæfum markramma, sem dómarinn og Stokkseyringar samþykktu, sem betur fer, takk fyrir það. Okkar peyjar létu þetta ekki stöðva sig og eftir 38 mín. gerði Geiri fyrsta markið, eftir skot/skalla í stöng og slá áður. Hinir höfðu þá fengið á sig ca. 7 horn gegn einu held ég.
Einar Kristinn skoraði svo með góðu skoti f. utan í hornið á 48. mín. 2:0 og á ca. 58. mín. skallaði Bjarni Rúnar inn 3:0 eftir flotta fyrirgjöf, Frikka held ég.
Dómurunum fannst nóg komið og lengra komumst við ekki þrátt f. mýmörg færi.
Frábær sigur við erfiðar aðstæður og 3. leikinn í röð héldum við hreinu. Þakka Stokkseyringum fyrir góðan vilja fyrir leik og gangi þeim vel.
Fannar frábær, gerði það litla, sem reyndi á hann gallalaust; Ásbjörn frábær, Davíð E(Gummi M ryðgaður) frábær, Davíð E líka, Trausti fyrirliði líka; Frikki fór á kostum(Þorleifur fínn), Pétur frábær, Bjarni Rúnar líka(Björn S líka), Óskar líka(Gústi fjörugur), Einar líka; Geiri með sinn besta leik(Michele ryðgaður). Segi misjöfnum varamönnum til afsökunar, að erfitt var að koma inn í bleytuna.
Mér vitanlega fékk enginn okkar spjald, þótt næg ástæða væri til að vera fúll með dómgæsluna. Vel af sér vikið, peyjar.
Nú er að smala í næsta leik úti gen Þrótti V., þegar vitað um 3, sem komast ekki. Vonandi koma hinir inn, sem ekki komust í þennan leik.

Árborg vann Þrótt V. í dag 2:1.

Eftir Stjórinn þann 09 Jun 2013 klukkan 23:25
Mjög athyglisverð úrslit:
1 KFS 4 3 0 1 8 - 5 3 9
2 KFG 3 2 1 0 15 - 6 9 7
3 Þróttur V. 4 2 1 1 10 - 7 3 7
4 Álftanes 3 2 0 1 11 - 3 8 6
5 Kóngarnir 3 1 1 1 7 - 6 1 4
6 Árborg 4 1 0 3 5 - 14 -9 3
7 Stokkseyri 4 1 0 3 3 - 12 -9 3
8 Afríka 3 0 1 2 2 - 8 -6 1

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

þrír =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ