Spjallið
Svara
Til baka...
Tap gegn Þrótti V. 3:1(1:0)
Eftir Stjórinn þann 15 Jun 2013 klukkan 19:22
Mættum með mikið laskað lið eftir síðasta leik í Vogana, á nýjan og glæsilegan grasvöll þeirra og endurbættan búningsklefa. Sex úr byrjunarliðinu í síðasta leik voru meiddir eða komust ekki, þar af nánast öll vörnin, sem hafði haldið hreinu í 3 leiki. Við vorum því slakir fyrsta hálftímann, en eftir mark þeirra eftir 35 mín. lifnaði liðið við og var betri aðilinn eftir það. Gegn gangi leiksins komust þeir í 2:0, aftur eftir klaufalega sending okkar, brunað upp og mark. Bjarni Rúnar minnkaði muninn eftir víti, sem Þorleifur fékk á 75. mín. Þorleifur fékk svo rautt skömmu síðar, en þrátt fyrir það sóttum við látlaust og fengum svo enn eitt aulamarkið á okkur í lokin. Ekki að Þróttur hafi ekki átt sigurinn skilið, við byrjuðum of seint og 3 lykilmenn okkar sáust varla í leiknum. Það var of mikið.
Halldór Sævar stóð sig vel í markinu í sínum 1. leik í ár; Valtýr gerði það, sem hann gat(Hilmar með frábæra innkomu), Birkir flottur, Davíð Þ. okkar besti maður, Gummi Geir var okkar næstbesti maður í sínum 1. leik í ár og nýrri stöðu, gerði bara ein slæm mistök; Geiri sást lítið(Michele líka), Bjarni Rúnar óx allan leikinn, Jónatan gult(Þorleifur gult, rautt, gerði ein slæm mistök þess utan), Óskar mjög ólíkur sjálfum sér(Hjalli með sinn 1. leik í ár), Einar datt á downleik, gult(Halli M olli vonbrigðum); James mjög duglegur og hættulegur, þegar á leið.
Takk fyrir að gefa ykkur í þetta erfiða verkefni, ekki heimsendir og erfitt að byrja þennan leik, men voru kynntir fyrir hver öðrum í klefanum, ekki í 1. sinn hjá KFS.
Ef við vinnum næsta leik, erum við í þokkalegum málum, einbeitum okkur að því, og þið, sem funduð ykkur ekki í dag: Viss um, að þið verðið betri næst. Gummi Geir kom skemmtilega á óvart.
Halldór Sævar stóð sig vel í markinu í sínum 1. leik í ár; Valtýr gerði það, sem hann gat(Hilmar með frábæra innkomu), Birkir flottur, Davíð Þ. okkar besti maður, Gummi Geir var okkar næstbesti maður í sínum 1. leik í ár og nýrri stöðu, gerði bara ein slæm mistök; Geiri sást lítið(Michele líka), Bjarni Rúnar óx allan leikinn, Jónatan gult(Þorleifur gult, rautt, gerði ein slæm mistök þess utan), Óskar mjög ólíkur sjálfum sér(Hjalli með sinn 1. leik í ár), Einar datt á downleik, gult(Halli M olli vonbrigðum); James mjög duglegur og hættulegur, þegar á leið.
Takk fyrir að gefa ykkur í þetta erfiða verkefni, ekki heimsendir og erfitt að byrja þennan leik, men voru kynntir fyrir hver öðrum í klefanum, ekki í 1. sinn hjá KFS.
Ef við vinnum næsta leik, erum við í þokkalegum málum, einbeitum okkur að því, og þið, sem funduð ykkur ekki í dag: Viss um, að þið verðið betri næst. Gummi Geir kom skemmtilega á óvart.
Til baka...