SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

K. B.:K. F. S. 0:0, Kolli náði stigi!

Eftir Stjórinn þann 06 Jun 2009 klukkan 20:04
Rosalega ánægður með þetta stig, taldi þetta fyrirfram erfiðasta leikinn. Kom svo á daginn, að marga fastamenn vantaði, fáir varamenn og erfiðleikar alla vikuna að fá menn til leiks. Ofan á þetta var lykilmaður veikur í leiknum, og aðrir 2 meiddust í fyrri hálfleik og voru bara 1/2 menn eftir það, þótt annar harkaði af sér seinna. Varamennirnir voru bara 2, auk varamarkmanns(takk Halldór Sævar fyrir að koma) og af því ég var í Dabnörku með U-21-landsliðinu gleymdist að boða einn varamanninn!
Í stuttu máli byrjuðum við betur og Sindri skallaði í slána. Eftir það gáfum við eftir, of margir ,,nýir" leikmenn til að við gætum útfært okkar venjulega leikaðferð. K. B. tók smám saman völdin og ef ekki hefði verið fyrir Kolla, hefðu þeir getað skorað ca. 2-3 mörk í fyrri hálfleik og 0-2 í seinni. Við bitum lítið frá okkur. Eftir stöðubreytingar í hálfleik löguðust hlutirnir heilmikið og menn sýndu mikinn liðsanda að rífa sig upp og ná tökum á ,,ofureflinu". Einn til viðbótar meiddist í seinni hálfleiknum, svo að mikið var haft fyrir þessu stigi. Erum því efstir með 7 stig í 3 leikjum.
Kolli 10; Adólf 9(frábær í seinni hálfleik), Sindri 10, Stefán fyrirliði 8, gult, Einar Kristinn 9, gult, hljóp meira ein í nokkur ár; Ívar 8, Egill 9, gult, Jónatan 9(frábær í s. h., meiddist svo(Jóhann Rúnar 9), Viktor 8, Anton 8; Stefán Björn 8(Víðir 7, en takk fyrir að koma og hjálpa okkur). Vona, að ég rugli ekki spjöldunum. Eitt mark var tekið af K. B., alveg réttilega.
Takk fyrir peyjar, að rífa liðið upp í seinni hálfleik og halda þessu vandfengna stigi, þetta stig gæti talið dýrt seinna.

K. B.:K. F. S. 0:0, Kolli náði stigi!

Eftir Ingi þann 06 Jun 2009 klukkan 20:40
Ég set spurningarmerki við að láta menn fara á coopertestæfingu daginn fyrir leik hjá KFS og 2 flokki. Hvers konar samráð er það á milli ÍBV og KFS???

K. B.:K. F. S. 0:0, Kolli náði stigi!

Eftir Einar þann 06 Jun 2009 klukkan 20:43
Tek undir þetta. Það sást alveg á t.d. Antoni að hann hefði verið á hörkuæfingu rétt fyrir leikinn. Ekki það að hann hafi verið neitt lélegur eða neitt þannig, en hann er svo miklu betri en hann var í dag. Held hann viti það langbest sjálfur.
Skil ekki alveg þetta system.

K. B.:K. F. S. 0:0, Kolli náði stigi!

Eftir Einar þann 06 Jun 2009 klukkan 20:54
Tek undir þetta. Það sást alveg á t.d. Antoni að hann hefði verið á hörkuæfingu rétt fyrir leikinn. Ekki það að hann hafi verið neitt lélegur eða neitt þannig, en hann er svo miklu betri en hann var í dag. Held hann viti það langbest sjálfur.
Skil ekki alveg þetta system.

K. B.:K. F. S. 0:0, Kolli náði stigi!

Eftir Ingi þann 06 Jun 2009 klukkan 21:08
Stjóri hlýtur að hafa skýringar á þessu en ég sjálfur skil ekki af hverju mátti ekki gera þetta eftir helgi nú eða fyrr í vikunni.Menn geta varla verið í 100% standi eftir svona, sólarhring eftir þolpróf?Menn voru ekki lélegir eins og Einar sagði hér á undan en greinilega virkuðu menn þreyttir.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fjórir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ