Spjallið
Svara
Til baka...
Lokahófið!
Eftir Stjórinn þann 11 Oct 2009 klukkan 14:29
Takk fyrir frábæran mat, vídeó og skemmtiatriði. Hér koma tíðindin:
Davíð Egilsson leikmaður ársins hjá KFS
Kjartan Guðjónsson efnilegastur og Sæþór Jóhannesson markahæstur
Þeir sem fengu verðlaun hjá KFS í kvöld.Lokahóf KFS fór fram nú í kvöld en við það tækifæri voru verðlaunaðir þeir sem þóttu skara fram úr. Hjalti Kristjánsson, þjálfari KFS fór yfir sumarið í stuttu máli og fór yfir helstu tölfræðiþætti sumarsins áður en kom að verðlaunaafhendingunni. Þar var Davíð Egilsson, miðvörðurinn sterki valinn leikmaður ársins.
Þá var Kjartan Guðjónsson valinn efnilegastur og Sæþór Jóhannesson varð markahæstur í sumar. Mestu framfarir sýndi Einar Kristinn Kárason, KFS-ari var Jónatan Guðbrandsson og prúðustu leikmenn sumarsins voru þeir Adolf Sigurjónsson og Kolbeinn Aron Arnarson.
Þá kom Þór Vilhjálmsson, formaður ÍBV og afhenti Hjalta gullmerki héraðssambandsins en KFS er, eins og öll önnur íþróttafélög í Vestmannaeyjum, hluti af Héraðssambandi ÍBV.
Skýrslan:
Leikmaður ársins 2009
Davíð Egilsson með meðaleinkunina 9,69 í 16 leikjum
Kjartan Guðjónsson 9,54 í 13 leikjum
Sindri Viðarsson 9,42 í 12 leikjum
Hilmar Björnsson 9,38
Sæþór Jóhannesson 9,35
Egill Jóhannsson og Þórður Halldórsson 9,30
Adólf Sigurjónsson 9,29
Anton Bjarnason 9,25
Kolbeinn A. Arnarsson 9,24
Stefán Björn Hauksson 9,20
Varamenn: Stefán Bragason 9,16
Andri Eyvindsson 9,13
Einar K. Kárason 9,13
Trausti Hjaltason 9,06
Ívar Róbertsson 9,05
Jónatan Guðbrandsson 8,67
Lið ársins 2009
19 leikir: Ívar Róbertsson(6 sinnum út), Stefán Bragason 1 x inni, 4 x út), því mikilvægustu mennirnir
17 leikir: Kolbeinn A. Arnarsson, Adólf Sigurjónsson, Trausti Hjaltason, Sæþór Jóhannesson
16 leikir: Hilmar Björnsson, Davíð Egilsson, Einar K. Kárason
15 leikir: Andri Eyvindsson
13 leikir: Kjartan Guðjónsson
Varamenn: 12 leikir: Sindri Viðarsson, Jónatan Guðbrandsson, Anton Bjarnason
10 leikir: Egill Jóhannsson, Þórður Halldórsson, Anton Bjarnason
Liðsuppstilling: Kolbeinn; Hilmar, Adólf, Davíð, Andri; Trausti, Stefán, Kjartan, Ívar, Einar KK; Sæþór
Efnilegastur(U-21 árs):
Kjartan Guðjónsson 9,54,
Kolbeinn A. Arnarson 9,24
Mestu framfarir:
Einar K. Kárason
Markakóngur ársins:
Sæþór Jóhannesson 12 mörk í 17 leikjum(1 víti og 4 gegn Augnabliki)
Anton Bjarnason 7 mörk í 12 leikjum
Ívar Róbertsson 7 mörk í 19 leikjum
Egill Jóhannsson 4 mörk í 10 leikjum
Sindri Viðarsson 4 mörk í 12 leikjum
Trausti Hjaltason 4 mörk(3v) í 17 leikjum
Davíð Egilsson og Einar K. Kárason 3 mörk í 16 leikjum
Einar Gíslason 2 mörk í 5 leikjum,
Þórður Halldórsson 2 mörk í 10 leikjum
Kjartan Guðjónsson 2 mörk í 13 leikjum
Hilmar Björnsson 2 mörk í 16 leikjum
Stefán Bragason 2 mörk í 19 leikjum
Eitt mark: Adólf Sigurjónsson, Jónatan Guðbrandsson, Viðir Þorvarðarson, Magnús Elíasson, Kolbeinn A. Arnarson, og Stefán B. Hauksson
Prúðasti leikmaðurinn:
Kolbeinn A. Arnarson ekkert spjald í 17 leikjum
Adólf Sigurjónsson sama
Hilmar Björnsson ekkert spjald í 16 leikjum
Kjartan Guðjónsson ekkert spjald í 13 leikjum
Aðeins einn leikmaður fór í leikbann í sumar; enn eitt metið hjá leikmönnum
Tímabilið 2009:
Byrjuðum æfingaleiki strax í október. Unnum Iceland United 12:0 og jöfnuðum stærsta sigur félagsins. Egill gerði 4. Hann og Anton byrjuðu strax um haustið með okkur. Unnum svo ÍBV í Futsal, í 1. sinn í opinberu móti.
Kjarninn myndaðist mun fyrr en áður, markakóngur okkar, Sigurður Ingi Vilhjálmsson, fór í Reyni S. Birkir Hlynsson fór í Selfoss, Halldór Sævar hætti í markinu, Óttar Jónsson lék ekki með, Shawn Dixon kom ekki aftur, Sveinn Ág. Þórsson var ekki með, Jóhann Rúnar meiddist illa, svo að marga vantaði frá árinu áður.
Dabbi, Trausti, Ívar og Stebbi fóru svo í mikið fitness hjá Leifi Geir og skilaði það sér aldeilis vel síðar. Hins vegar kostaði það sitt og keyptir æfingatímar í Sporthúsinu eftir áramót.
Töpuðum illa gegn Augnabliki í 1. leik í Deildabikarnum, með þreyttan mannskap, en ekki sérstök ástæða til bjartsýni eftir það. Margir ÍBV-leikmenn með þar, m. a. Gauti Þorvarðarson, Kristinn Baldursson og Guðjón Ólfasson. Áttu allir eftir að fara eða meiðast. Þegar við yfirspiluðum Árborg í lokaleik, töpuðum samt, varð mér ljóst, að við værum í mun betra standi en hin liðin, þyrftum að pressa meira og framar.
Það gerðum við í 1. leik ÍM, unnum þá Augnablik 6:0 og fengum trúna aftur. Unnum svo KFR úti í Bikar, en töpuðum svo fyrir slöku 2. deildarliði Víðis, náðum ekki að halda fullu tempói allan leikinn. Síðan kom óslitin sigurganga, þrátt fyrir að missa Anton og Egil um mitt mót. Þórður nokkur Halldórsson kom þá inn og fyllti í skarðið. Trausti Hjaltason náði sér smám saman eftir aðgerð, en Davíð Egilsson gerðist snemma kóngurinn. Áberandi var, að menn börðust fyrir hvern annan, héldu dampi í 90 mín. og varamenn voru öflugri en nokkru sinni fyrr. Mjög erfitt útijafntefli gegn K. B. reyndist öflugt, mikið vantaði í liðið þá og þeir, sem voru, margir meiddir. Þá var ljóst, að liðið færti langt. Hafði viljandi fengið 2 æfingaleiki gegn þeim, tapað þeim og lært á þá, áður gengið illa með þá.
Settar voru agareglur 19. júlí og minnkaði vesen með skiptingar mikið eftir það. Betur var æft en nokkru sinni fyrr.
Stefnan var síðan sett á 1. sætið, til að sleppa við K. V. og Ými og gervigras, en kaldhæðnin setti okkur á gervigras í Mosfellsbænum, það reyndist ofviða í seinni leik í 8-liða úrslitum, eftir frábæran sigur á gervigrasinu. Í millitíðinni höfðum við slegið mörg félagsmet, leikið 16 deildaleiki í rö án taps, gert 54:9 í deild í 15 leikjum og vorum með bestu hlutfallslegu vörn á Íslandi.
Loks kom á daginn, að þrátt fyrir tekjur yfir 2 milljónir, vorum við bara á núlli. Þarf því að athuga með fjáröflun fyrir sumarið. Öll ferðalög höfðu hækkað um helming, einnig bílaleigubílar. Lítill aðgangur var að ÍBV-rútu.
Nýtt samstarf við 2. flokk ÍBV gekk ekki nógu vel, of margir þeirra leikja á sama tíma, eða svipuðum. Skilaði okkur þó Kjartani Guðjónssyni, sem var frábær.
Samstarfið við meistaraflokk skilaði okkur færri mönnum, en upphaflega stóð til, en Egill og Anton reyndust okkur gríðarvel, en fóru of snemma yfir, reyndust ekki fá mikil tækifæri hjá ÍBV.
ÍBV-megin voru okkar menn, Yngvi og Pétur, að efla hróður félagsins, þess var sérstaklega minnst með Yngva á lokahófi ÍBV.
Stefán Bragason tók fyrirliðabandið af Trausta, meðan hann var ekki kominn í fullan gang, áður fyrirliði sigurliðsins 2002 og hélt því bandinu. Báðir sóttu hart að félagsleikjameti Yngva Bor., sem er búinn að ákveða að enda ferilinn hjá KFS og sækja metið aftur! Hann telur, að hann og Pétur hefðu báðir verið hættir í fótbolta, ef ekki hefði verið fyrir K. F. S.
Shawn Dixon sækir hart að koma aftur, fleiri hafa mætt strax á æfingar á nýju tímabili en nokkru sinni áður á sama tíma. Heimir Hallgrímsson þjálfar áfram ÍBV og ljóst að samstarf verður þar áfram. Spenna var hjá 2. flokksmönnum að komast í okkar lið og ég get séð Víði Þorvarðarson fyrir mér í byrjunarliðinu næst. Hjálmar Baldursson reyndist líka vel.
Eitt mesta ánægjuefnið í sumar var miklar framfarir Einars K. Kárasonar, sem fór að skora og bæta við frábærar fyrirgjafir sínar, sbr. mark ársins eftir hlaup Sindra upp allan völlinn. Gæti Einar Kristinn orðið lykilmaður næsta sumar, treysti sig sem fastamaður í sumar. Andri Eyvindsson lærði mikið af eina leikbanni félagsins í sumar og sætti sig við stöðu, sem honum líkar ekki. Ítreka hér, að það er samt örugglega besta staðan hans. Hilmar Björnsson tók líka miklum framförum. Reynsluboltarnir Dabbi, Stebbi og Trausti skiluðu miklu til félaganna. Í þessu samhengi vil ég sjá stórspilarann Þórð Halldórsson skila enn meiru af sér á næsta tímabili.
Kolbeinn var gríðaröflugur í markinu, en þarf að taka æfingar alvarlegar og venja sig af fíflalátum.
Spýtan sýndi okkur markahæfileika sína og reyndist okkur mjög mikilvæg.
Adólf var gríðarlega traustur og bætti sig hratt í byrjun tímabils. Skora á hann að léttast enn meir og þá verður hann ÍBV-hæfur.
Robocop var gríðarlega öflugur í byrjun móts í föstum leikatriðum. Hann dalaði aðeins, þegar leið á, enda mæddi mikið á honum, líklega hvíldi ég hann ekki nóg.
Slinger var að bæta sig verulega, sérstaklega um miðbikið og endaði flott.
Jónatan var orkubolti ársins og tók við af Sigurði Inga. Gríðarlega duglegur og til fyrirmyndar í þjálfun. Hann er KFS-leikmaður ársins, þ. e. sá, sem lagði harðast af sér, það gerði Trausti líka í sinni endurhæfingu og come-backi.
Cantona átti líka gott come-back og var supervaramaður ársins á eftir Stefáni Birni, en á tímabili stunduðum við að setja hann inn á eftir ca. 60 mín.(með Sæþóri), þeir rústuðu síðan leiknum. M. a. s. ÍBV-þjálfarinn öfundaði mig af þessum varamönnum.
Þetta lið hefur alla burði til að ná lengra, stefnum hér með að undanúrslitum næst og 32-liða úrslitum í Bikar, ásamt 2. sæti í Deildabikar og að komast í úrslit Futsals.
Þjálfarinn tók þátt í sínum 40. landsleik með stærsta sigri íslensks landsliðs í opiberu móti, 8:0 gegn San Marinó. Honum tókst að spila 50-ugur og stefnir á að bæta met 53 ára leikmanns á Íslandi.
Takk fyrir frábært tímabil, peyjar. Þakka Trausta og Hjálmari Jóns sérstaklega fyrir samstarfið með þjálfun og Óðni fyrir enn eitt tímabilið sem frábær formaður.
Hjalti Kristjánsson, þjálfari
Davíð Egilsson leikmaður ársins hjá KFS
Kjartan Guðjónsson efnilegastur og Sæþór Jóhannesson markahæstur
Þeir sem fengu verðlaun hjá KFS í kvöld.Lokahóf KFS fór fram nú í kvöld en við það tækifæri voru verðlaunaðir þeir sem þóttu skara fram úr. Hjalti Kristjánsson, þjálfari KFS fór yfir sumarið í stuttu máli og fór yfir helstu tölfræðiþætti sumarsins áður en kom að verðlaunaafhendingunni. Þar var Davíð Egilsson, miðvörðurinn sterki valinn leikmaður ársins.
Þá var Kjartan Guðjónsson valinn efnilegastur og Sæþór Jóhannesson varð markahæstur í sumar. Mestu framfarir sýndi Einar Kristinn Kárason, KFS-ari var Jónatan Guðbrandsson og prúðustu leikmenn sumarsins voru þeir Adolf Sigurjónsson og Kolbeinn Aron Arnarson.
Þá kom Þór Vilhjálmsson, formaður ÍBV og afhenti Hjalta gullmerki héraðssambandsins en KFS er, eins og öll önnur íþróttafélög í Vestmannaeyjum, hluti af Héraðssambandi ÍBV.
Skýrslan:
Leikmaður ársins 2009
Davíð Egilsson með meðaleinkunina 9,69 í 16 leikjum
Kjartan Guðjónsson 9,54 í 13 leikjum
Sindri Viðarsson 9,42 í 12 leikjum
Hilmar Björnsson 9,38
Sæþór Jóhannesson 9,35
Egill Jóhannsson og Þórður Halldórsson 9,30
Adólf Sigurjónsson 9,29
Anton Bjarnason 9,25
Kolbeinn A. Arnarsson 9,24
Stefán Björn Hauksson 9,20
Varamenn: Stefán Bragason 9,16
Andri Eyvindsson 9,13
Einar K. Kárason 9,13
Trausti Hjaltason 9,06
Ívar Róbertsson 9,05
Jónatan Guðbrandsson 8,67
Lið ársins 2009
19 leikir: Ívar Róbertsson(6 sinnum út), Stefán Bragason 1 x inni, 4 x út), því mikilvægustu mennirnir
17 leikir: Kolbeinn A. Arnarsson, Adólf Sigurjónsson, Trausti Hjaltason, Sæþór Jóhannesson
16 leikir: Hilmar Björnsson, Davíð Egilsson, Einar K. Kárason
15 leikir: Andri Eyvindsson
13 leikir: Kjartan Guðjónsson
Varamenn: 12 leikir: Sindri Viðarsson, Jónatan Guðbrandsson, Anton Bjarnason
10 leikir: Egill Jóhannsson, Þórður Halldórsson, Anton Bjarnason
Liðsuppstilling: Kolbeinn; Hilmar, Adólf, Davíð, Andri; Trausti, Stefán, Kjartan, Ívar, Einar KK; Sæþór
Efnilegastur(U-21 árs):
Kjartan Guðjónsson 9,54,
Kolbeinn A. Arnarson 9,24
Mestu framfarir:
Einar K. Kárason
Markakóngur ársins:
Sæþór Jóhannesson 12 mörk í 17 leikjum(1 víti og 4 gegn Augnabliki)
Anton Bjarnason 7 mörk í 12 leikjum
Ívar Róbertsson 7 mörk í 19 leikjum
Egill Jóhannsson 4 mörk í 10 leikjum
Sindri Viðarsson 4 mörk í 12 leikjum
Trausti Hjaltason 4 mörk(3v) í 17 leikjum
Davíð Egilsson og Einar K. Kárason 3 mörk í 16 leikjum
Einar Gíslason 2 mörk í 5 leikjum,
Þórður Halldórsson 2 mörk í 10 leikjum
Kjartan Guðjónsson 2 mörk í 13 leikjum
Hilmar Björnsson 2 mörk í 16 leikjum
Stefán Bragason 2 mörk í 19 leikjum
Eitt mark: Adólf Sigurjónsson, Jónatan Guðbrandsson, Viðir Þorvarðarson, Magnús Elíasson, Kolbeinn A. Arnarson, og Stefán B. Hauksson
Prúðasti leikmaðurinn:
Kolbeinn A. Arnarson ekkert spjald í 17 leikjum
Adólf Sigurjónsson sama
Hilmar Björnsson ekkert spjald í 16 leikjum
Kjartan Guðjónsson ekkert spjald í 13 leikjum
Aðeins einn leikmaður fór í leikbann í sumar; enn eitt metið hjá leikmönnum
Tímabilið 2009:
Byrjuðum æfingaleiki strax í október. Unnum Iceland United 12:0 og jöfnuðum stærsta sigur félagsins. Egill gerði 4. Hann og Anton byrjuðu strax um haustið með okkur. Unnum svo ÍBV í Futsal, í 1. sinn í opinberu móti.
Kjarninn myndaðist mun fyrr en áður, markakóngur okkar, Sigurður Ingi Vilhjálmsson, fór í Reyni S. Birkir Hlynsson fór í Selfoss, Halldór Sævar hætti í markinu, Óttar Jónsson lék ekki með, Shawn Dixon kom ekki aftur, Sveinn Ág. Þórsson var ekki með, Jóhann Rúnar meiddist illa, svo að marga vantaði frá árinu áður.
Dabbi, Trausti, Ívar og Stebbi fóru svo í mikið fitness hjá Leifi Geir og skilaði það sér aldeilis vel síðar. Hins vegar kostaði það sitt og keyptir æfingatímar í Sporthúsinu eftir áramót.
Töpuðum illa gegn Augnabliki í 1. leik í Deildabikarnum, með þreyttan mannskap, en ekki sérstök ástæða til bjartsýni eftir það. Margir ÍBV-leikmenn með þar, m. a. Gauti Þorvarðarson, Kristinn Baldursson og Guðjón Ólfasson. Áttu allir eftir að fara eða meiðast. Þegar við yfirspiluðum Árborg í lokaleik, töpuðum samt, varð mér ljóst, að við værum í mun betra standi en hin liðin, þyrftum að pressa meira og framar.
Það gerðum við í 1. leik ÍM, unnum þá Augnablik 6:0 og fengum trúna aftur. Unnum svo KFR úti í Bikar, en töpuðum svo fyrir slöku 2. deildarliði Víðis, náðum ekki að halda fullu tempói allan leikinn. Síðan kom óslitin sigurganga, þrátt fyrir að missa Anton og Egil um mitt mót. Þórður nokkur Halldórsson kom þá inn og fyllti í skarðið. Trausti Hjaltason náði sér smám saman eftir aðgerð, en Davíð Egilsson gerðist snemma kóngurinn. Áberandi var, að menn börðust fyrir hvern annan, héldu dampi í 90 mín. og varamenn voru öflugri en nokkru sinni fyrr. Mjög erfitt útijafntefli gegn K. B. reyndist öflugt, mikið vantaði í liðið þá og þeir, sem voru, margir meiddir. Þá var ljóst, að liðið færti langt. Hafði viljandi fengið 2 æfingaleiki gegn þeim, tapað þeim og lært á þá, áður gengið illa með þá.
Settar voru agareglur 19. júlí og minnkaði vesen með skiptingar mikið eftir það. Betur var æft en nokkru sinni fyrr.
Stefnan var síðan sett á 1. sætið, til að sleppa við K. V. og Ými og gervigras, en kaldhæðnin setti okkur á gervigras í Mosfellsbænum, það reyndist ofviða í seinni leik í 8-liða úrslitum, eftir frábæran sigur á gervigrasinu. Í millitíðinni höfðum við slegið mörg félagsmet, leikið 16 deildaleiki í rö án taps, gert 54:9 í deild í 15 leikjum og vorum með bestu hlutfallslegu vörn á Íslandi.
Loks kom á daginn, að þrátt fyrir tekjur yfir 2 milljónir, vorum við bara á núlli. Þarf því að athuga með fjáröflun fyrir sumarið. Öll ferðalög höfðu hækkað um helming, einnig bílaleigubílar. Lítill aðgangur var að ÍBV-rútu.
Nýtt samstarf við 2. flokk ÍBV gekk ekki nógu vel, of margir þeirra leikja á sama tíma, eða svipuðum. Skilaði okkur þó Kjartani Guðjónssyni, sem var frábær.
Samstarfið við meistaraflokk skilaði okkur færri mönnum, en upphaflega stóð til, en Egill og Anton reyndust okkur gríðarvel, en fóru of snemma yfir, reyndust ekki fá mikil tækifæri hjá ÍBV.
ÍBV-megin voru okkar menn, Yngvi og Pétur, að efla hróður félagsins, þess var sérstaklega minnst með Yngva á lokahófi ÍBV.
Stefán Bragason tók fyrirliðabandið af Trausta, meðan hann var ekki kominn í fullan gang, áður fyrirliði sigurliðsins 2002 og hélt því bandinu. Báðir sóttu hart að félagsleikjameti Yngva Bor., sem er búinn að ákveða að enda ferilinn hjá KFS og sækja metið aftur! Hann telur, að hann og Pétur hefðu báðir verið hættir í fótbolta, ef ekki hefði verið fyrir K. F. S.
Shawn Dixon sækir hart að koma aftur, fleiri hafa mætt strax á æfingar á nýju tímabili en nokkru sinni áður á sama tíma. Heimir Hallgrímsson þjálfar áfram ÍBV og ljóst að samstarf verður þar áfram. Spenna var hjá 2. flokksmönnum að komast í okkar lið og ég get séð Víði Þorvarðarson fyrir mér í byrjunarliðinu næst. Hjálmar Baldursson reyndist líka vel.
Eitt mesta ánægjuefnið í sumar var miklar framfarir Einars K. Kárasonar, sem fór að skora og bæta við frábærar fyrirgjafir sínar, sbr. mark ársins eftir hlaup Sindra upp allan völlinn. Gæti Einar Kristinn orðið lykilmaður næsta sumar, treysti sig sem fastamaður í sumar. Andri Eyvindsson lærði mikið af eina leikbanni félagsins í sumar og sætti sig við stöðu, sem honum líkar ekki. Ítreka hér, að það er samt örugglega besta staðan hans. Hilmar Björnsson tók líka miklum framförum. Reynsluboltarnir Dabbi, Stebbi og Trausti skiluðu miklu til félaganna. Í þessu samhengi vil ég sjá stórspilarann Þórð Halldórsson skila enn meiru af sér á næsta tímabili.
Kolbeinn var gríðaröflugur í markinu, en þarf að taka æfingar alvarlegar og venja sig af fíflalátum.
Spýtan sýndi okkur markahæfileika sína og reyndist okkur mjög mikilvæg.
Adólf var gríðarlega traustur og bætti sig hratt í byrjun tímabils. Skora á hann að léttast enn meir og þá verður hann ÍBV-hæfur.
Robocop var gríðarlega öflugur í byrjun móts í föstum leikatriðum. Hann dalaði aðeins, þegar leið á, enda mæddi mikið á honum, líklega hvíldi ég hann ekki nóg.
Slinger var að bæta sig verulega, sérstaklega um miðbikið og endaði flott.
Jónatan var orkubolti ársins og tók við af Sigurði Inga. Gríðarlega duglegur og til fyrirmyndar í þjálfun. Hann er KFS-leikmaður ársins, þ. e. sá, sem lagði harðast af sér, það gerði Trausti líka í sinni endurhæfingu og come-backi.
Cantona átti líka gott come-back og var supervaramaður ársins á eftir Stefáni Birni, en á tímabili stunduðum við að setja hann inn á eftir ca. 60 mín.(með Sæþóri), þeir rústuðu síðan leiknum. M. a. s. ÍBV-þjálfarinn öfundaði mig af þessum varamönnum.
Þetta lið hefur alla burði til að ná lengra, stefnum hér með að undanúrslitum næst og 32-liða úrslitum í Bikar, ásamt 2. sæti í Deildabikar og að komast í úrslit Futsals.
Þjálfarinn tók þátt í sínum 40. landsleik með stærsta sigri íslensks landsliðs í opiberu móti, 8:0 gegn San Marinó. Honum tókst að spila 50-ugur og stefnir á að bæta met 53 ára leikmanns á Íslandi.
Takk fyrir frábært tímabil, peyjar. Þakka Trausta og Hjálmari Jóns sérstaklega fyrir samstarfið með þjálfun og Óðni fyrir enn eitt tímabilið sem frábær formaður.
Hjalti Kristjánsson, þjálfari
Lokahófið!
Eftir Elvar Aron þann 11 Oct 2009 klukkan 15:48
Flott að þetta heppnaðist vel, ætla bara að láta vita að ég er að fara út á sjó á morgun og verð eflaust í allavega mánuð í burtu svo ég verð væntanlega ekkert á æfingum á meðan ;) Verð í líkamsræktarsalnum í skipinu... haha
Til baka...