SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Sambabolti gegn Árborg; 2:1(2:0)

Eftir Stjórinn þann 23 Jul 2013 klukkan 20:41
Ekki hægt annað en dást að sambabolta KFS í fyrri hálfleik, langt síðan ég hef séð svona fyrri hálfleik hjá KFS. Einar skoraði eftir sambabolta Óskars, Frikka, Bjarna o.fl. eftir 18 mín. Fannar varði síðan meistaralega dauðafæri hinna. Á 35. mín. fékk Óskar aukaspyrnu á hættulegum stað og aukaspyrnuæfing okkar í gær skilaði sér í 2:0; stöngin inn hjá Friðriki!
Mikill kraftur fór í f.h., svo sambaboltinn minnkaði aðeins í s.h. og hinir komust inn í leikinn. Færi áttu þeir þó varla, en skoruðu eftir góða sókn á 97. mín., leikurinn búinn. Þá höfðu Einar og Óskar klúðrað dauðafærum.
Frábær sigur gegn góðu liði Árborgar, sem hafði unnið 4 af síð. 6 l. Við komnir í 2. sæti loksins aftur.
Fannar frábær; Hannes með stórleik, Ásbjörn líka(Andri kom sterkur inn), Davíð E. með magnaða endurkomu, Trausti fyrirliði, gult(Hilmar var boginn af reynslu); Frikki með toppleik(Jói N fínn), Bjarni Rúnar yfirburðamaður tæknilega, Birkir gríðarduglegur með toppleik, Einar KK líka, Óskar með sinn besta leik lengi; Kjartan mikill styrkur f.okkur(Geiri kom sterkur inn).
Takk fyrir glæsilegan sigur, peyjar, skoðið stöðuna!
Takk fyrir drengilegan leik, Árborg. Dómarinn stóð sig vel, leyfði kannske fullmikið framan af.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fjórir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ