SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Kóngarnir:K. F. S. 0:3(0:2)

Eftir Stjórinn þann 17 Aug 2013 klukkan 20:56
Okkar hálfstærsti sigur sumarsins í stærsta tapi Kónganna, sem voru með betri markatölu en við. Rosalega ánægður með aga og dugnað minna manna, okkur tókst að smáþreyta Kóngana og loka fyrir holur í vörninni. Bjorn Axel, þessi snilldarcenter í stíl við Sindra Grétarsson, kom okkur yfir e. 11 mín. Kolbeinn, nýgamli markmaðurinn okkar varði svo snilldarlega fríspark okkar, til að hefna f. snilldarlega frísparksmarkvörslu hinna frá Frikka. Við lékum enn betur í s.h. og vörnin gaf lítil færi á sér. Frikki kláraði svo leikinn með 2 flottum mörkum í lokin og þungu fargi let af okkur eftir mikið mótlæti sl. viku.
Kolbeinn frábær í markinu(Fannar hringdi strax e. leik); Ásbjörn með frábæran s.h., Smári að 2-falda frábærlega og hirða allt, sem kom nálægt honum, Kjartan geysiöruggur einu x enn, Trausti fyrirliði með frábæran s.h.; Geiri var duglegi Geiri í dag; stórleikur, gult, Birkir sýndi gríðarlegan dugnað(Andri með góða innkomu), Óskar mikill styrkur fyrir okkur(Hjalti Jóh. með sinn 1. leik fyrir okkur og í mfl., lofar góðu)Gummi Geir bestur af mörgum frábærum, Friðrik á skotskónum, frábær í s.h.; Björn Axel er frábær center(Formaðurinn klikkar ekki).
Þökk sé ykkur á KFS enn möguleika á úrslitasæti með sigri gegn Afríki í lokaleik riðilsins nk. lad.
Þvílíkir snillingar, þið.
Dómarinn breytti engu um úrslitin, en átti vægast sagt dapran leik.

Kóngarnir:K. F. S. 0:3(0:2)

Eftir Davíð Egils þann 18 Aug 2013 klukkan 08:56
Glæsilegt strákar og takk fyrir sumarið. Er kominn til Svíþjóðar þar sem ég verð væntanlega næstu árin. Fylgist með úr fjarlægð.
Hvenær verður farið að sýna beint frá leikjum?

Kóngarnir:K. F. S. 0:3(0:2)

Eftir Stjórinn þann 19 Aug 2013 klukkan 08:18
Takk kærlega fyrir frábær sumur Davíð, og gangi þér frábærlega í Danmörku. Sakna þín. Ha det så bra!

Kóngarnir:K. F. S. 0:3(0:2)

Eftir Trausti þann 19 Aug 2013 klukkan 08:48
Gangi þér allt í haginn í Svíþjóð DE. Höfum saknað þín á vellinum í síðustu leikjum.

Kóngarnir:K. F. S. 0:3(0:2)

Eftir Stjórinn þann 19 Aug 2013 klukkan 12:01
Af hverju sagði ég Danmörku? Svíþjóð á það að vera!

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

þrír =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ