SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

K. F. S. í úrslit með metsigri!

Eftir Stjórinn þann 24 Aug 2013 klukkan 17:47
Unnum fullskipað lið Afríku 14:0(7:0) á Þórsvelli í dag. Þvílíkir snillingar í okkar liði. Boltinn gekk manna á milli og við sundurspiluðum Afríku nær allan leikinn. Menn léku agað, fóru ekki úr stöðum og skoruðu hvert snilldarmarkið af fætur öðru. Mörkin gerðu: Ásgeir 3, Einar 3, Friðrik 3, Sæþór 3, Birkir og Hjalti K.(v), hans 1. í meistaraflokki, 54 ára.
Halldór Páll varði víti og 2var í viðbót glæsilega; Ásbjörn síógnandi(Jói sterkur), Smári líka og Kjartan, Trausti(Hjalti K sló eigið aldursmet í mfl. í deildakeppni á Íslandi) fyrirliði mjög traustur; Frikki fór á kostum, Bjarni Rúnar og Birkir(Hjalti Jóh. aftur flottur), Einar með stórleik; Geiri(Michele sterkur), Sæþór frábær(Pétur Geir lagði upp 2). Hjalti Ei. og Óðinn stjórnuðu á hliðarlínunni af sinni alkunnu snilld.
Gamla metið var 13:0 gegn Augnabliki 2009. Man ekki eftir 4 þrennum í sama leiknum. Enduðum í 2. sæti riðilsins og mætum 2. sæti í C-riðli næsta laugardag úti í fyrri leik 8-liðaúrslita. Bara 2 lið fara upp í 3. deild.
Takk fyrir ógleymanlegan leik peyjar og að fá vítið(hber fékk það?), og Viktor Steingríms., besti dómarinn í 4. deild.

K. F. S. í Árbæinn í 8-liða!

Eftir Stjórinn þann 24 Aug 2013 klukkan 18:05
Mætum Elliða úti næsta laugardag og getum hefnt fyrir Bikartapið gegn Fylki um árið(eftir framlengingu)!

K. F. S. í úrslit með metsigri!

Eftir Gaui Ólafs þann 24 Aug 2013 klukkan 18:19
Snillingar! Til hamingju stjóri!!!

K. F. S. í úrslit með metsigri!

Eftir Traststi þann 24 Aug 2013 klukkan 18:21
Jói Norðfjörð fékk vítið eftir frábæran undirbúning Péturs Geirs. Takk peyjar.. þetta var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert á fótboltavelli... en þetta er rétt að byrja!

K. F. S. í úrslit með metsigri!

Eftir Siggi E þann 24 Aug 2013 klukkan 18:30
Vel gert strákar og nú er bara að einbeita sér að næsta verkefni og klára það.

K. F. S. í úrslit með metsigri!

Eftir Bjarki Sig þann 24 Aug 2013 klukkan 18:45
Vel gert! go kfs

K. F. S. í úrslit með metsigri!

Eftir Himmi þann 24 Aug 2013 klukkan 18:47
Vel gert! Til hamingju Hjalti, komum okkur nu upp !

K. F. S. í úrslit með metsigri!

Eftir Elvar Aron þann 24 Aug 2013 klukkan 18:55
Til hamingju Hjalti og peyjar ;)

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fjórir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ