SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

K. F. S.:Elliði 3:1(2:0)

Eftir Stjórinn þann 03 Sep 2013 klukkan 20:35
Hetjulegri baráttu minna manna í 8-liða úrslitum lauk í kvöld með frábærum leik gegn Elliða, sem var sundurspilaður í f.h. Bjorn Axel var búinn að gera 2 snilldarmörk og Sigurður Óli dómari búinn að taka af okkur augljóst víti. Slingerinn bætti við 3:0 eftir 52 mín. og þetta leit vel út. Þeir náðu inn klafsmarki e. 67 mín. og þar við sat, samanlagt tap 3:4. Verður að viðurkennast að þeir voru betri í fyrri leiknum, en lítil spurning í dag um betra lið. Óskum fyrrum KFS-manninum, Fannari Berg, þjálfara Elliða, og hans mönnum til hamingju með samanlagðan sigur. Þakka mínum mönnum fyrir skemmtilegt sumar, fannst ég hafa óvenjumikið lið þetta sumarið, sterkt lið karakteriskt og sterkari vörn en oftast og markvörslu. Bjorn Axel hleypti svo miklu lífi í sóknina í lokin með duglega Geira, sem kvaddi lata Geira seinni hluta tímabilsins. Mun seint gleyma 14:0 sigrinum og markinu mínu, einu sinni enn takk.
Fannar lokaði frábærlega og átti stoðsendinguna í marki Sæþórs; Hilmar kom öflugur inn og fékk skiptingu á hárréttum tíma(Hallgrímur með mjög góða innkomu), Smári og Kjartan frábærir og gáfu allt sitt eins og alltaf í sumar, Trausti fyrirliði með stórleik; Geiri gult með stórleik(Adólf með frábæra endurkomu), Birkir aftur með stórleik(Hjalti Jóh. fékk stuttan tíma), Bjarni Rúnar skallaði rétt framhjá úr dauðafæri, en var kóngurinn einu sinni enn, Frikki frábær framan af; Slinger og Bjorn Axel frábærir
Michele og Jóhann Norðfjörð reyndust okkur vel í sumar, Magninho er gamall og góður félagsmaður og Formaðurinn er ómetanlegur. Þessir fengu ekki að koma inn á í dag, en frábært að vita af þeim og finna þeirra stuðning.
Stefni að æfingu í næstu viku. Futsal í vetur?

K. F. S.:Elliði 3:1(2:0)

Eftir Trausti þann 03 Sep 2013 klukkan 20:55
ég er klár í Futsal... þessi leikur sýnir svo mikið hvað við eigum ekki heima í þessari deild. Ég legg til að við allir sem höfum verið að gefa okkur í þetta.. Drullumst til að gera þetta almennilega einu x enn og færum okkur upp um deild.. en til þess þarf að mæta í leiki og mæta á æfingar.. við getum allir gert betur í þeim efnum. ég er ógeðslega pirraður en jafnframt ógeðslega stoltur af liðinu okkar í dag, besti leikurinn í sumar kom á rétta tímanum en því miður dugði það ekki til útaf aulaskap í fyrri leiknum. Lærum af þessu og DRULLUMST til að bæta okkur með því að sýna þessu 100% áhuga næsta sumar. Kíkja á lekjaprógrammið og skipuleggja lífið þannig að maður komist í alla leiki.. ekki flesta.. ALLA. KFS forever!!

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

þrír =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ