Spjallið
Svara
Til baka...
Æfingar í bænum
Eftir Hjálmar þann 27 Oct 2009 klukkan 10:01
Langar aðeins að kanna áhuga manna á æfingum í bænum.
Síðasta fimmtudag mætti ég bara einn, keyrði frá Áslandinu í HFJ. og í gær mættum við tveir, ég og Anton. Það er frekar fúllt að vera að keyra alla leið frá HFJ. og þurfa að keyra síðan beint til baka vegna lélegrar eða engrar mætingar! Fyrir utan kostnaðinn... Í bæði skiptin var frábært veður og KR völlurinn laus þannig að ekki er þetta veðri eða aðstöðu um að kenna:)
Þess vegna vil ég athuga hvort menn vilja hvíla sig á þessu framyfir áramót a.m.k eða rífa upp mætinguna og gera þetta að einhverju viti?
Ég sjálfur hef ákveðið að taka mér smá pásu vegna anna í öðru í 2-3 vikur. En byrja aftur að mæta eftir það ef menn fara að mæta af viti.
Endilega svarið hvort sem þið viljið halda þessu áfram eða hvíla þetta fram yfir áramót.
Síðasta fimmtudag mætti ég bara einn, keyrði frá Áslandinu í HFJ. og í gær mættum við tveir, ég og Anton. Það er frekar fúllt að vera að keyra alla leið frá HFJ. og þurfa að keyra síðan beint til baka vegna lélegrar eða engrar mætingar! Fyrir utan kostnaðinn... Í bæði skiptin var frábært veður og KR völlurinn laus þannig að ekki er þetta veðri eða aðstöðu um að kenna:)
Þess vegna vil ég athuga hvort menn vilja hvíla sig á þessu framyfir áramót a.m.k eða rífa upp mætinguna og gera þetta að einhverju viti?
Ég sjálfur hef ákveðið að taka mér smá pásu vegna anna í öðru í 2-3 vikur. En byrja aftur að mæta eftir það ef menn fara að mæta af viti.
Endilega svarið hvort sem þið viljið halda þessu áfram eða hvíla þetta fram yfir áramót.
Æfingar í bænum
Eftir Trausti þann 28 Oct 2009 klukkan 21:08
Ég er í pásu frá þessu líklega langleiðina fram að áramótum. En ég vil endilega fá að vita hvað menn vilja.
Æfingar í bænum
Eftir Andri þann 30 Oct 2009 klukkan 17:47
Pásum þetta bara fram yfir áramót, æfingamæting er búnað vera mjög skrítin, stundum 20 og stundum 3. Veikindi og fjör búnað spila inn í en aðalega áhugaleysi og fáir fastaspilarar KFS sem búa í borginni.
Til baka...