Spjallið
Svara
Til baka...
Friðrik leikmaður ársins!
Eftir Stjórinn þann 26 Oct 2013 klukkan 11:06
Lokahóf 2013 fór fram í gærkveldi undir stjórn skemmtinefndar; Frikka, Slingers og Einars Kristins. Maturinn var frábær og skemmtiatriðin góð, þótt maður saknaði videós fyrir 2013, sem ekki vannst tími fyrir líklega. Í staðinn var sýnt "best of" KFS-videos frá fyrri árum.
Ég fór yfir tölfræði sumarsins: Komumst í 2. árið í röð í undanúrslit C-deildar deildabikarsins. Einar þar markahæstur með 5 mörk í 5 leikjum, Ásgeir 3 mörk. Unnum 4 leiki og eitt jafntefli í riðlinum. Féllum úr Bikarkeppninni í 1. leik. Unnum 9 leiki af 14 í deild, náðum 28 stigum eins og planið var og fórum í 8 liða úrslit. Töpuðum naumlega þar fyrir Elliða 3:0 tap úti og 3:1 sigur heima.
Trausti sló deildaleikjafjöldametið, fór í 152 leiki. Ásbjörn var besti nýliðinn, efnilegastur og prúðastur, ekkert spjald í 13 leikjum. Trausti leikjahæstur með 15(af 17) leiki í Deild og Bikar, Ásgeir og Friðrik 14.
Lið ársins(meira en 8 leikir af 17): Fannar, Ásbjörn, Birkir, Bjarni Rúnar, Trausti; Friðrik, Ásgeir, óskar, Einar; Michele og Sæþór. Varamaður Hannes. Næstur því voru Gummi Geir, Jói og Kjartan með 8 leiki.
Markahæstir voru Sæþór með 9 mörk, fékk þann bikar 5. skipti í röð! Friðrik 7 mörk, Einar Kristinn 6, Ásgeir 5 og Bjarni Rúnar 4. Ég gerði mitt 1. mark í meistaraflokki og mun aldrei gleyma sumrinu 2013.
Bestu leikmennirnir voru: Friðrik með me. 9,29, líka mestu framfarirnar 0,60 hækkun frá 2012. Friðrik var líka mikilvægasti leikmaðurinn, án hans töpuðust allir 3 leikirnir, sem hann lék ekki. Bjarni Rúnar næstmikilvægastur, 3 leikir töpuðust án hans, eitt jafntefli og einn sigur. Einar Kristinn næstbestur og næstmestu framfarirnar 9,18 og +0,49. Fannar markmaður var í 3. sæti, leikurinn heima gegn KFG dró hann þangað niður. Frábært sumar þið 3, takk fyrir það.
Því alls 24 leikir í móti, 14 sigrar, 2 jafntefli og 8 töp. Árangurinn í deild, 67,9% sá besti frá 2001, en reyndar í neðri deild en öll árin.
Takk fyrir skemmtilegt tímabil, NÝTT LEIKMANNARÁÐ ákveðið í gær, frábært að fá það. Það skipa Hilmar, Þorleifur og Trausti.
Við höldum að Óðinn hafi orðið 40-ugur í gær, í Englandi, innilega til hamingju með það og takk fyrir frábært samstarf.
Ég fór yfir tölfræði sumarsins: Komumst í 2. árið í röð í undanúrslit C-deildar deildabikarsins. Einar þar markahæstur með 5 mörk í 5 leikjum, Ásgeir 3 mörk. Unnum 4 leiki og eitt jafntefli í riðlinum. Féllum úr Bikarkeppninni í 1. leik. Unnum 9 leiki af 14 í deild, náðum 28 stigum eins og planið var og fórum í 8 liða úrslit. Töpuðum naumlega þar fyrir Elliða 3:0 tap úti og 3:1 sigur heima.
Trausti sló deildaleikjafjöldametið, fór í 152 leiki. Ásbjörn var besti nýliðinn, efnilegastur og prúðastur, ekkert spjald í 13 leikjum. Trausti leikjahæstur með 15(af 17) leiki í Deild og Bikar, Ásgeir og Friðrik 14.
Lið ársins(meira en 8 leikir af 17): Fannar, Ásbjörn, Birkir, Bjarni Rúnar, Trausti; Friðrik, Ásgeir, óskar, Einar; Michele og Sæþór. Varamaður Hannes. Næstur því voru Gummi Geir, Jói og Kjartan með 8 leiki.
Markahæstir voru Sæþór með 9 mörk, fékk þann bikar 5. skipti í röð! Friðrik 7 mörk, Einar Kristinn 6, Ásgeir 5 og Bjarni Rúnar 4. Ég gerði mitt 1. mark í meistaraflokki og mun aldrei gleyma sumrinu 2013.
Bestu leikmennirnir voru: Friðrik með me. 9,29, líka mestu framfarirnar 0,60 hækkun frá 2012. Friðrik var líka mikilvægasti leikmaðurinn, án hans töpuðust allir 3 leikirnir, sem hann lék ekki. Bjarni Rúnar næstmikilvægastur, 3 leikir töpuðust án hans, eitt jafntefli og einn sigur. Einar Kristinn næstbestur og næstmestu framfarirnar 9,18 og +0,49. Fannar markmaður var í 3. sæti, leikurinn heima gegn KFG dró hann þangað niður. Frábært sumar þið 3, takk fyrir það.
Því alls 24 leikir í móti, 14 sigrar, 2 jafntefli og 8 töp. Árangurinn í deild, 67,9% sá besti frá 2001, en reyndar í neðri deild en öll árin.
Takk fyrir skemmtilegt tímabil, NÝTT LEIKMANNARÁÐ ákveðið í gær, frábært að fá það. Það skipa Hilmar, Þorleifur og Trausti.
Við höldum að Óðinn hafi orðið 40-ugur í gær, í Englandi, innilega til hamingju með það og takk fyrir frábært samstarf.
Til baka...