Spjallið
Svara
Til baka...
Snilldarsigur gegn Létti 0:1 í Deildabikarnum!
Eftir Stjórinn þann 15 Mar 2014 klukkan 19:55
Fórum 4 héðan með Víkingi í morgun og hittum 8 félaga okkar í Reykjavík. Fleiri komust ekki í leikinn og ég að stýra allan tímann; enginn varamaður. Margir höfðu ekki spilað saman áður né hist og því snúið að skipuleggja leikinn. Einbeitingin var alger og fyrirmælum fylgt og samheldnin gríðarleg. Unnum okkur rólega inn í leikinn og augljóst víti var tekið af okkur e. hálftíma. Léttir klúðraði dauðafæri okkar megin. Í s.h. smáyfirtókum við færin í leiknum og skoruðum sanngjarnt eftir 55 mín.; sjálfsmark eftir skot Péturs Geirs. Léttismenn gáfust smám saman upp, þrátt fyrir 5 skiptingar þeirra og enga okkar. Hjá okkur var ekki dropi eftir hjá mönnum eftir leikinn, Eyjabaráttan fræga, sem ég þekkti áður en ég flutti til Eyja 1990. Takk peyjar fyrir frábæran dag, einn af mínum draumaleikjum, þar sem allir fá toppeinkun, það er ekki oft.
Fannar greip vel inn í; Sigurður Ingi með sinn 1. leik í 3 ár, þekktum peyjann vel í s.h., Smári frábær, Jónas líka, 1. leikurinn þeirra saman, Auðunn frábær: Ingó líklega bestur allra, Gaui fyrirliði fór fyrir liðinu með sæmd, Elvar frábær, Þorleifur með endalausa baráttu, Geiri líka; Pétur Geir fór á kostum.
Vonumst eftir fleiri leikmönnum í næsta leik, ekki hægt að hrista svona fram í hverjum leik! Þessir leikmenmn ganga hins vegar fyrir í bryjunarliðið!
Fannar greip vel inn í; Sigurður Ingi með sinn 1. leik í 3 ár, þekktum peyjann vel í s.h., Smári frábær, Jónas líka, 1. leikurinn þeirra saman, Auðunn frábær: Ingó líklega bestur allra, Gaui fyrirliði fór fyrir liðinu með sæmd, Elvar frábær, Þorleifur með endalausa baráttu, Geiri líka; Pétur Geir fór á kostum.
Vonumst eftir fleiri leikmönnum í næsta leik, ekki hægt að hrista svona fram í hverjum leik! Þessir leikmenmn ganga hins vegar fyrir í bryjunarliðið!
Snilldarsigur gegn Létti 0:1 í Deildabikarnum!
Eftir Fyrirliðinn þann 17 Mar 2014 klukkan 11:53
Hér eftir förum við alltaf úr takkaskónum í hálfleik!
Til baka...